10.02.2014
Leikir á Faxaflóamóti í 3. flokki, 4. flokki og 5. flokki drengja og stúlkna hafa verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.
09.02.2014
Á laugardag mættu stelpurnar okkar liði Gróttu á Seltjarnarnesi. Grótta hefur verið á miklu skriði að undanförnu og engin breyting varð í leiknum gegn Selfoss.
08.02.2014
Mánudaginn 10. febrúar klukkan 20:00 taka Selfyssingar á móti ÍR í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarnum í handbolta.ÍR-ingar eru núverandi bikarmeistarar en eins og flestir muna þá mættust þessi sömu lið í fjögurra liða úrslitum fyrir ári síðan.
08.02.2014
Meistaraflokkur karla í handbolta gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í kvöld þegar þeir höfðu betur í 20-23 sigri. Fyrri hálfleikurinn var bras en Selfoss átti frekar slaka byrjun og lenti 6-1 undir. Þá fóru okkar menn í gang og minnkuðu muninn í 6-5 en náðu þó aldrei að komast yfir í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Gróttu. Eitthvað hefur Gunnar þjálfari farið yfir stöðuna í hálfleik því Selfyssingar byrjuðu vel eftir hlé og náðu fljótlega að jafna í stöðunni 14-14 og voru komnir yfir 14-15 þegar ca 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.
07.02.2014
Um helgina fer fram á Selfossi handboltamót hjá stelpunum á yngra ári í 6. flokki en í þeim flokki eru stelpur fæddar árið 2003. Mótið er styrkt af Landsbanka Íslands og fer fram í Íþróttahúsi Vallaskóla og í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Fjöldi liða eru skráð til keppni sem hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður spilað til klukkan sex þann dag.
07.02.2014
Á morgun, laugardaginn 8. febrúar, verður 210 milljóna risapottur í boði á Enska seðlinum fyrir 13 rétta. Ástæðan er sú að vinningar fyrir 10 rétta síðastliðinn laugardag náðu ekki lágmarksútborgun.Ekkert lát verður á risapottum í upphafi árs og er þetta sjötta vikan í röð sem risapottar er í boði.
07.02.2014
Eins og fram hefur komið á heimasíðunni stóð U-18 ára landsliðið í handbolta með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar í ströngu í kringum áramótin.
06.02.2014
Selfyssingar spila til úrslita í B-deild Fótbolta.net mótsins á föstudagskvöld. Þá mætir liðið HK í Kórnum og hefst leikurinn klukkan 18:15.
06.02.2014
Þriðja 7. flokks mót vetrarins fór fram í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi. Selfoss skvísurnar stóðu sig frábærlega jafnt innan vallar sem utan.
05.02.2014
Selfoss á ellefu fulltrúa í úrvalshópum fimleikasambandsins fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi í 15.-19. október. Valið var í fjóra hópa karla og kvenna í unglinga- og fullorðinsflokkum.Hugrún Hlín Gunnarsdóttir er eini fulltrúi Selfoss í fullorðinsflokki en fimm Selfyssingar eru í drengjaflokki og fimm í stúlknaflokki.Drengirnir eru Eysteinn Máni Oddson, Haraldur Gíslason, Konráð Oddgeir Jóhannson, Ríkharður Atli Oddson og Ægir Atlason.