17.09.2013
Föstudaginn 20. september hefst handboltavertíðin á fullum krafti. Þá heldur mfl. karla í Árbæinn og mætir Fylki klukkan 19:30. Það verður spennandi að fylgjast með strákunum í deildinni í vetur, sem spila nú undir stjórn nýs þjálfara, Gunnars Gunnarssonar sem tók við keflinu í vor af Arnari Gunnarssyni.
16.09.2013
Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna verður haldið laugardagskvöldið 21. september í Hvítahúsinu. Knattspyrnumenn eru hvattir til að mæta og enda skemmtilegt fótboltasumar saman.MatseðillRjómalöguð sveppasúpa og nýbakað brauðLambalæri með Gratínkartöflum, grænmeti og rauðvínssósu.Kaffi og konfekt.DagskráVerðlaunaafhending, Skemmtiatriði, dansleikur með Ingó og Veðurguðunum o.fl.Verð: 5.900 kr.Forsala miða er í Tíbrá og í síma 669-7604 - Húsið opnar kl.
16.09.2013
Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis tryggði sér á laugardag sæti í úrslitaleik í B-liðakeppni 3. flokks stráka. Mótherjar þeirra í úrslitaleiknum verða Fjölnismenn úr Grafarvogi.Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki.
16.09.2013
Selfoss lauk leik í Pepsi deildinni á laugardag þegar liðið lá 4-0 fyrir Val á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Í hálfleik var staðan 2-0 og bættu Valskonur tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks.
16.09.2013
Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar Fjölnismanna í Grafarvoginum á laugardag. Lokatölur urðu 3-0 fyrir heimamenn og halda þeir toppsætinu fyrir lokaumferðina á laugardag.
14.09.2013
Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 21. september næstkomandi. Hátíðin sem hefst kl. 11:00 verður á íþróttavellinum við Engjaveg.
13.09.2013
Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.
12.09.2013
Ítarlega er sagt frá því á vefmiðlinum að Joseph Yoffe, leikmaður knattspyrnuliðs Selfoss, íhugi að lögsækja FIFA vegna reglna um félagaskipti á milli landa.Yoffe hefur leikið með Selfyssingum í 1.
12.09.2013
Síðastliðið sumar æfðu að jafnaði 25 stelpur með 5. flokki. Þær spiluðu í Faxaflóamóti og Íslandsmóti frá því í vor og lauk því í lok ágúst.
12.09.2013
Stelpurnar í 6. flokki hafa haft í nógu að snúast í sumar og staðið sig glimrandi vel. Í flokknum hafa verið u.þ.b. 20 stelpur sem hafa allar verið mjög duglegar að taka þátt í mótum sem hafa verið í boði og nánast alltaf verið hægt að tefla fram þremur liðum.