12.09.2013
Íþróttaskóli barnanna fer aftur af stað eftir sumarfrí laugardaginn 14. september. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði en þær Steinunn Húbertína og Heiðrún Jóhanna sjá um skipulagið sem fyrr.
12.09.2013
Á laugardag hefst bikarkeppni Selfoss getrauna. Þeir einstaklingar sem skrá sig til leiks eru dregnir úr hatti þannig að úr verða 8 leikir.
12.09.2013
Selfoss gerði markalaust jafntefli við HK/Víkingi í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.Með stiginu tryggði Selfoss sér sjötta sæti deildarinnar en eins og fram kom í samtali við Gunnar Borgþórsson þjálfara liðsins setti liðið sér það markmið að komast einu sæti ofar. „Við settum okkur líka annað markmið, að vera efstar af þessum fimm liðum í neðri hlutanum.
12.09.2013
Sindri Pálmason og Karitas Tómasdóttir hafa verið valin í U19 ára landslið karla og kvenna í knattspyrnu sem leika munu í Svíþjóð og Búlgaríu á næstu dögum.Sindri Pálmason var valinn í U19 landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Svíþjóð 16.–22.
11.09.2013
Hópur 1 - Fædd 2006, 2007 og 2008 Mánudaga kl. 16:00-16:50 Íþróttahúsinu Iðu Laugardaga kl 10:00- 11:00 Íþróttahúsinu Iðu Þjálfari: Ágústa Tryggavdóttir, íþróttafræðingur, s.
11.09.2013
Strákarnir í 2. flokki á Selfossi hafa skorað meistaraflokk kvenna á hólm í söngeinvígi á lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss laugardaginn 21.
10.09.2013
Selfyssingar þurftu að láta í minni pokann þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Breiðholtið í gær. Eins og oft áður í viðureignum liðanna var um fjörugan leik að ræða.
09.09.2013
Það voru nærri 400 hlauparar og hjólreiðamenn sem tóku þátt í 23. Brúarhlaupi Selfoss á laugardaginn. Keppendur voru ræstir á Ölfusárbrú og fóru mislanga vegalengd að lokamarkinu við Sundhöllina.Teitur Örn Einarsson og Helga Margrét Óskarsdóttir sigruðu í 2,5 km hlaupi.Steinn Jóhannsson og Sigurlín Birgisdóttir sigruðu í 5 km hlaupi.Guðni Páll Pálsson og Eva Ólafsdóttir sigruðu í 10 km hlaupi.Róbert Gunnarsson og Margrét Elíasdóttir sigrðuðu í hálfmaraþoni.Þórir Erlingsson og Ásdís Ágústsdóttir í 5 km hjólreiðum.Öll úrslit og tíma keppenda má finna á .
09.09.2013
Selfoss mætti ofjörlum sínum í Garðabæ á laugardag þegar liðið sóttu Íslandsmeistara Stjörnunnar heim í Pepsi deildinni. Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir það var Stjarnan sterkari og skoraði þrjú mörk fyrir leikhlé.
08.09.2013
Frjálsíþróttaæfingar hjá krökkum fædd 2000 og yngri byrja mánudaginn 16. september. Dreifibréf með æfingartímum verður borið út í öll hús í Árborg í vikunni.