Upphitun fyrir Þróttur - Selfoss

Á föstudaginn 9. nóvember klukkan 19.30 byrjar 1.deildin aftur eftir landsleikjahlé og  fer Selfoss í Laugardalshöllina og sækja Þrótt heim í næst seinasta leik fyrstu umferðarinnar.Þróttur hefur byrjað tímabilið með miklum ágætum og náð í 4 stig gegn Fjölni og Fylki en tapað þremur leikjum.

Eins marks tap fyrir Gróttu í hörkuleik

Eftir ágætis gengi í deildinni það sem af er vetri þá var komið að 3. útileik liðsins og var andstæðingurinn í þetta skipti lið Gróttu.

Sex garpar tóku þátt í Garpamóti Breiðabliks

Garpamót Breiðabliks í sundi var haldið í Kópavogslauginni laugardaginn 3. nóvember sl. Sex garpar frá Selfossi tóku þátt, þau Hrund Baldursdóttir, Sigurlín Garðarsdóttir, Stefán R.

Tap fyrir Íslandsmeisturum Vals

Um helgina kom besta kvennalið landsins í heimsókn á Selfoss. Fengu stelpurnar okkar tækifæri til þess að spila við nokkrar af bestu leikmönnum landsins en  Alls 6 leikmenn Vals eru fastamenn í íslenska A landsliðinu og er það næstum helmingurinn af liðinu.

Góður sigur á Fylki

Stelpurnar unnu sinn annan leik í N1 deildinni á þriðjudaginn þegar þær mættu liði Fylkis á útivelli. Leikurinn endaði 21-27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-12 fyrir okkar stelpur.

Einar og Magnús Már valdir í u-21 landsliðið

Á dögunum var valinn æfingarhópur fyrir u-21 landsliðið þar sem Selfyssingar eiga tvo fulltrúa í liðinu. Þá Einar Sverrisson og Magnús Már Magnússon.

Tap hjá 98-liðinu

98-liðið í 4. fl. karla mætti FH á sunnudaginn. Liðið lék mjög góðan varnarleik í leiknum og fékk fína markvörslu en þrátt fyrir það unnu gestirnir frá Hafnarfirði 17-18.

Góð þátttaka í Þórðarmótinu

Árlegt Þórðarmót Sunddeildar Umf. Selfoss var haldið sunnudaginn 28. október í Sundhöll Selfoss. Þórðarmótið er haldið til minningar um Þórð Gunnarsson þjálfara og sundkennara sem starfaði lengi á Selfossi. Að þessu sinni voru 44 keppendur skráðir á mótið og komu þeir frá Selfossi og Hvolsvelli. 31 barn, 10 ára og yngri fengu afhent þáttökuverðlaun, en yngstu keppendur mótsins voru sex ára og komu frá Selfossi.

Guðmunda Brynja spilaði með U19 landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska U19 kvennalandsliðið tók þátt í undankeppni EM í Danmörku dagana 20.-25. október s.l. Með Íslandi í riðli voru Slóvakía, Moldavía og Danmörk.

Stórt tap fyrir ÍBV

Stelpurnar í meistaraflokki hafa verið að spila vel í upphafi Íslandsmótsins og komið mörgum á óvart. Á laugardaginn mættu þær hins vegar einu af toppliðunum og því ljóst að verkefnið yrði mjög erfitt.