28.10.2012
Okkar menn í 2. flokki sóttu Hafnfirðinga í Haukum heim og var vitað að um erfiðan leik yrði að ræða. Sú varð raunin, en Selfyssingar komu sér í meiri vandræði en ella þar sem þeir hófu ekki leikinn fyrr en eftir 17 mínútur.
26.10.2012
Selfoss tók á móti Fjölni í kvöld í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Selfyssingar tóku snemma völdin í leiknum og leiddu 6-2 eftir fyrstu 10 mínúturnar.
26.10.2012
Laugardaginn 27. október bjóða Selfoss getraunir öllum tippurum og fjölskyldum þeirra í dögurð (brunch) í Tíbrá, félagsheimili Umf.
25.10.2012
3. flokkur karla lék gegn Gróttu á heimavelli í gærkvöldi. Selfyssingar náðu sér ekki á strik og sigraði Grótta leikinn nokkuð sannfærandi.
24.10.2012
Egill Blöndal frá júdódeild Umf. Selfoss keppti á Opna sænska mótinu í júdó, en mótið fór fram í Sokkhólmi um síðustu mánaðamót.
24.10.2012
Á föstudaginn 26. Október klukkan 19:30 taka Selfyssingar á móti Fjölni í íþróttahúsinu við Vallaskóla.Fjölnir hefur ekki byrjað tímabilið á besta veg og einungis náð í eitt stig gegn Fylki fyrr í vetur.
23.10.2012
Sóknarmaðurinn Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við knattspyrnudeild Selfoss. Katrín var einn af máttarstólpum Selfossliðsins sitt fyrsta ár í Pepsí deildinni í sumar og skoraði m.a. tvö mikilvæg mörk í 15 leikjum. Katrín var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi félagsins ásamt Guðmundu Brynju Óladóttir sem einnig skrifaði undir samning við félagið á dögunum.
22.10.2012
Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fór fram í Árósum í Danmörku 18.–20. október s.l. Skemmst er frá því að segja að stúlknalið Íslands hampaði Evrópumeistaratitli eftir spennandi keppni í úrslitum.
22.10.2012
Stelpurnar spiluðu fyrsta útileik vetrarins gegn HK í Digranesi síðastliðinn laugardag. Liðið átti góðan dag og lét HK stelpurnar vinna virkilega fyrir stigunum.
21.10.2012
Selfoss-97 mætti KR um helgina í 4. flokki karla. Eftir rólega byrjun seig Selfoss fram úr KR-ingum og vann að lokum 27-29 sigur.KR-ingar byrjuðu leikinn betur en Sefyssingar sem voru algjörlega á hælunum varnarlega.