Guggusund | Ný námskeið hefjast 8. apríl

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 8. apríl, föstudaginn 9. apríl og laugardaginn 10. apríl. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:00 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða) Klukkan 15:45 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða) Klukkan 11:30 námskeið 4 (um 2-4 ára börn)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626.

Sterkir árgangar í handbolta

Krakkarnir í 6. flokki gerðu það gott í fyrstu umferð Íslandsmótsins sem haldin var á dögunum og skipuðu sér í fremstu röð. Stelpuliðið á eldra ári, fæddar 2009 urðu í þriðja sæti og drengirnir úr sama árgangi í öðru sæti í efstu deild.

Katla Björg framlengir

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Katla, sem er aðeins 22 ára gömul, er einn af reynslumestu leikmönnum Selfossliðsins.

Sigurður Þór félagi ársins

Á aðalfundi Umf. Selfoss árið 2020, þar sem árið 2019 var gert upp og tókst loks að halda í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn, var tilkynnt að Sigurður Þór Ástráðsson hlyti Björns Blöndal bikarinn sem félagi ársins hjá Umf.

Sigurgangan endaði í Safamýrinni

Strákarnir töpuðu í hörku leik fyrir Fram í Olísdeildinni í Safamýri í kvöld, 27-25.Frá fyrstu mínútu var ljóst að mikil barátta yrði um stigin tvö og stóðu bæði lið vörnina mjög vel.  Jafnt var á öllum tölum þar til Selfoss dró sig aðeins fram úr og voru fyrri til að ná tveggja marka forystu, 4-6 á þrettándu mínútu.  Fram svaraði strax og áfram var jafnt á öllum tölum fram í hálfleik þar sem staðan var 12-12.  Seinni hálfleikur spilaðist svipað af stað, jafnræði með liðum og Selfyssingar náðu frumkvæðinu og Fram svaraði með áhlaupi.  Að þessu sinni sigldu heimamenn fram úr Selfyssingum og héldu frumkvæðinu út þennan spennuleik þar sem munurinn var aldrei meiri en tvö mörk.  Lokatölur 27-25.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 5/2, Einar Sverrisson 4, Ragnar Jóhannsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Hergeir Grímsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.Varin skot: Vilius Rasimas 11 (29%).Næsti leikur hjá strákunum er á föstudaginn kl.

Stórt tap gegn ÍR í Hleðsluhöllinni

Stelpurnar töpuðu stórt gegn ÍR-ingum þegar liðin mættust í Grill 66 deild kvenna í Hleðsluhöllinni í dag.Leikurinn var jafn fyrstu mínútur leiksins og var staðan 4-4 eftir um átta mínútna leik.

Fyrsti sigur Selfyssinga í borðtennis

Eyþór Birnir Stefánsson, Umf. Selfoss vann fyrsta sigur Umf. Selfoss á móti í aldursflokkamótaröð BTÍ, og líklega fyrsta sigur Umf.

Fagmannlega klárað í Breiðholtinu

Meistaraflokkur karla mætti ÍR í Austurbergi í kvöld, leikurinn endaði með öruggum sigri Selfyssinga 18-28.Strax í upphafi var ljóst að Selfyssingar ætluðu sér að klára þetta verkefni af miklum krafti og skoruðu þeir fyrstu fjögur mörkin.  Eftir það stimpluðu ÍR-ingar sig betur inn í leikinn og fundu einhver svör við sterkri fimm einn vörn gestanna.  Þannig héldu Breiðhyltingar sér inni í leiknum fyrsta korterið heim að stöðunni 5-8.  Eftir það hlupu Selfyssingar hraðar og kláruðu fyrri hálfleik nokkuð örugglega, hálfleikstölur 7-14.  Selfyssingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir í 11 marka forystu eftir sjö mínútur, 8-19.  Þá komst meira jafnvægi á leikinn, enda úrslitin nánast ráðin.  Selfyssingar rúlluðu mjög vel á mannskapnum rétt eins og ÍR-ingar.  Heimamenn náðu að klóra lítillega í bakkann á þessum síðustu 20 mínútum, en að endingu var öruggur sigur Selfyssinga í höfn, lokatölur 18-28.Mörk Selfoss: Sveinn Aron Sveinsson 7, Ragnar Jóhannsson 5, Hergeir Grímsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Einar Sverrisson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Hannes Höskuldsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Arnór Logi Hákonarson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (50%), Alexander Hrafnkelsson 4/2 (57%).Næsti leikur hjá strákunum er á sunnudaginn, en þá fara þeir í Safamýrina og mæta strákunum hans Basta í Fram.  Sá leikur hefst kl.

Tap á Hlíðarenda

Meistaraflokkur kvennahéldu vegferð sinni í Grill 66 deildinni áfram í Origo höllinni í kvöld.  Þar töpuðu þær fyrir sterku liði Val U, 26-17.Valsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu Selfyssingar í töluverðum vandræðum í sókninni.  Valur gekk á lagið og náði hægt og bítandi að byggja upp níu marka forystu, staðan 12-3 eftir tuttugu mínútur.  Eftir það komst meira jafnvægi á leikinn og skoruð bæði lið fjögur mörk fram að hálfleik þar sem staðan var 16-7.  Selfyssingar virtust vera búnar að ná mesta skrekknum úr sér í síðari hálfleik og gekk bæði vörn og sókn betur.  Selfyssingar náðu að minnka forystu Valsstúlkna aðeins án þess þó að ógna þeim að ráði.  Í lokin dró aftur í sundur á milli liðanna og endaði leikurinn með sama mun og í hálfleik, lokatölur 26-17.Mörk Selfoss: Agnes Sigurðardóttir 5, Ivana Raičković 3, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Þrúður Sóley Guðnadóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir  5 (23%), Lena Ósk Jónsdóttir 3 (23%)Þetta er búið að vera erfitt hjá stelpunum sem eru í leit að jafnvægi eftir meiðslahrinu.  Næsti leikur liðs Selfoss er gegn ÍR í Hleðsluhöllinni á Sunnudag kl.

Fimm verðlaun á RIG - Egill með gull

Allir fimm keppendur Selfoss unnu til verðlauna á Reykjavíkurleikunum um seinustu helgi og sýndu glæsileg tilþrif.Egill Blöndal sigraði í -90 kg flokki og Úlfur Þór Böðvarsson hafnaði í öðru sæti í sama flokki Vésteinn Bjarnason nældi í silfur í -66 kg flokki á sínu fyrsta móti í flokki fullorðinna.