Fréttabréf UMFÍ

Dregið í jólahappadrætti knattspyrnudeildar 2020

Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar í gær, föstudaginn 18. desember, við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Aðalvinningurinn kom á miða númer 2.139.

Áskorun vegna íþróttastarfs iðkenda á framhaldsskólaaldri

Í áskorun frá íþróttahreyfingunni er fagnað þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýst þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri. Hér að neðan er áskorun frá íþróttahéruðunum vegna íþróttastarfs fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri.

Selfoss – Jólakúlan 2020

Þriðjudaginn 15. desember kl. 17.00-20.00 mun mfl. kvenna í knattspyrnu vera með Selfoss jólakúluna til sölu í Tíbrá. Allir velkomnir.Á sama tíma munu vera afhentar pantanir til þeirra sem hafa nú þegar pantað sína kúlu. Posi verður á staðnum – ATH.

Hólmfríður aftur í Selfoss

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss út næsta keppnistímabil. Hún er því komin aftur á Selfoss eftir stutta dvöl í Noregi í haust. Fríða kom til Selfoss fyrir tímabilið 2019 en í september síðastliðnum sneri hún aftur í atvinnumennskuna og samdi við Avaldsnes í Noregi.

Fréttabréf UMFÍ

Jólahappadrætti 2020 - Afhending miða

Sala á miðum í ár gekk vonum framar og hefur happadrættið aldrei verið stærra! Enn eru örfáir miðar eftir. Afhending miða mun fara fram í Tíbrá við Engjaveg miðvikudag - föstudag frá kl 16:00 til 19:00. Í ljósi aðstæðna og sóttvarnarsjónarmiða getum við einungis tekið á móti fáum einstaklingum í einu inni í húsið þannig að við biðjum fólk um að sýna því skilning að það gæti þurft að bíða augnablik eftir að komast inn og ganga frá miðakaupum. Miðar verða einungis afhentir gegn greiðslu.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss 2020

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor og aftur í haust en í bæði skiptin var ákveðið að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19. Aðalfundur Umf.

Eva Lind áfram á Selfossi

Eva Lind Elíasdóttir skrifaði í síðustu viku undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Eva Lind er 25 ára gamall sóknarmaður sem hefur leikið 150 leiki fyrir Selfoss og skorað í þeim 32 mörk.

Fimleikar á tímum Covid-19

Fimleikadeild Selfoss þurfti að endurskipuleggja æfingaplan deildarinnar þann 18. nóvember sl. svo hægt væri að halda úti æfingum fyrir börn á aldrinum 4-15 ára.