12.10.2020
Jako Sport á Íslandi, samstarfsaðili Umf. Selfoss, er þessa dagana með hausttilboð á úlpum með félagsmerki Umf. Selfoss. Boðið er upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
09.10.2020
Hægri hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson er genginn til raðir Selfoss. Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill og hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands. Hann er uppalinn á Hlíðarenda en lék einnig með Aftureldingu um skeið. Handknattleiksdeild Selfoss býður Svein Aron velkominn til Selfoss og ljóst að hann mun verða góð viðbót í hópinn í komandi átökum í Olísdeildinni í vetur.---Mynd: Umf.
08.10.2020
Vinstri skyttan Andri Dagur Ófeigsson hefur samið við Selfoss til eins árs. Andri, sem er aðeins 21 árs gamall, kemur frá Fram, þar sem hann er uppalinn.
07.10.2020
Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19.
07.10.2020
Dagana 25.-27. september fóru landsliðsæfingabúðir Júdósambands Íslands fram á Hellu. Æfingabúðirnar voru ætlaðar iðkendum í aldursflokkum U18, U21 og senior og voru þær vel sóttar.Sex Selfyssingar tóku þátt í æfingabúðunum þ.e.
06.10.2020
Ljóst er að samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti í kvöld munu ekki hafa áhrif á æfingar Umf. Selfoss sem geta farið fram með hefðbundnum hætti.Sóttvarnarreglur sem ráðherra gaf út gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. Því er heimilt að æfa og reyndar líka keppa, í íþróttum utan höfuðborgarsvæðisins.
06.10.2020
Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.