Tvö stig í fyrsta leik

Selfyssingar sóttu tvö góð stig í Garðabænum þegar liðið mætti Stjörnunni í fyrsta leik liðsins í deildarkeppni frá því í mars.

Æfingatímar og flokkaskipti

Frá og með mánudeginum 21. september verða flokkaskipti í fótboltanumÆfingar hefjast sama dag eftir nýrri tímatöflu sem nálgast má  Allar nánari upplýsingar geta foreldrar og forráðamenn nálgast á Sideline appinu.

Boltinn byrjar að rúlla í kvöld

Handboltinn byrjar loksins að rúlla í kvöld eftir marga handboltalausa mánuði þegar Selfoss heimsækir sinn gamla þjálfara, Patrek Jóhannesson, í Garðabæ.

Barbára valin í A-landsliðið í fyrsta sinn - Dagný og Anna Björk á sínum stað

Barbára Sól Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, leikmenn Selfoss, eru allar í leikmannahópi A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM í september.Þetta er í fyrsta skipti sem Barbára Sól er valin í kvennalandsliðið en hún hefur leikið 22 leiki fyrir U19 ára landsliðið, 8 leiki fyrir U17 og 4 leiki fyrir U16.Anna Björk hefur leikið 43 A-landsleiki og Dagný 88 auk þess sem hún hefur skorað 26 mörk fyrir Ísland.Leikirnir gegn Lettlandi og Svíþjóð eru í undankeppni EM 2022 og fara þeir báðir fram á Laugardalsvellinum.

Þjálfaramenntun ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi.

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefna UMFÍ, verður haldin fimmtudaginn 17. september á milli kl. 09:00 og 16:00 í Silfurbergi í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu.

Tap gegn toppliðinu

Kvennalið Selfoss tapaði 1-2 þegar Valur kom í heimsókn á Jáverk-völlinn í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærNánar er fjallað um leikinn .---Tiffany McCarty skoraði mark Selfoss. Ljósmynd af fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Selfoss

Olísmótið blásið af

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið, í ljósi stöðunnar á heimsfaraldrinum af völdum Covid-19, að Olísmót 2020 sem átti að vera 7.-9.

ÍSÍ greiðir styrki til íþróttahreyfingarinnar

ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að móta tillögur að skiptingu þeirra fjármuna sem renna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19 en viðræður stóðu yfir við mennta- og menningarmálaráðherra á þeim tíma um slíkan stuðning.Þann 29.

Breytum leiknum!

Handknattleikssamband Íslands hefur skotið á loft átakinu #Breytumleiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur og skapa þannig heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eigi sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir.