Átta frá Selfossi í 35 manna landsliðshóp

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.

Fréttabréf UMFÍ

Egill keppir á Evrópumótinu í Prag

Um komandi helgi fer Evrópumótið í júdó fram í Prag í Tékklandi. Ísland á tvo keppendur á mótinu. Selfyssingurinn Egill Blöndal er annar þeirra en hinn er félagi hans Sveinbjörn Iura úr júdódeild Ármanns.---Egill (blár) í snarpri glímu á HM 2019. Ljósmynd: IJF/Mayorova Marina.

Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik

Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.

Fréttabréf UMFÍ | Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik

Börn og ungmenni geti stundað íþróttir við hæfi

Helgi S. Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss og varaformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), skrifar grein um áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttahreyfinguna í nýjasta tölublað Dagskrárinnar.Á tímum sem þessum, þegar Covid-19, heldur öllu í heljargreipum, er nauðsynlegt að allir hugsi vel um sig og sína.

Fréttabréf UMFÍ | Skinfaxi

Jólatilboð Jako

Jako sport á Íslandi verður til 13. desember.Það verður boðið upp á frábær nettilboð á keppnistreyju Umf. Selfoss, félagsgalla, æfingabúnaði, kuldaúlpum, nýjum vetrar vindjakka, húfum og fleiri vinsælum Selfossvörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð.Vinsamlegast athugið að tilboðsvörur á myndinni hér fyrir neðan er ekki tæmandi, mun meira er á.

Fréttabréf UMFÍ

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn nóvemberbermánaðar eru Embla Dís Sigurðardóttir og Ríkharður Mar Ingþórsson. Embla Dís æfir með 7. flokki og hefur verið bæta sig mikið á æfingum.