U-liðið undir í baráttunni úti á Nesi

Á miðvikudaginn léku strákarnir í Selfoss U gegn Kríu úti á Seltjarnarnesi.  Þessi Grill 66 deildarslagur tapaðist nokkuð sannfærandi, 30-24.Strax í byrjun leiks var ljóst hvort liðið var mætt með baráttuna með sér í leikinn, þar voru Kríumenn ofan á stærstan hluta leiksins.  Það skilaði sér í því að Selfyssingar átti í vandræðum með að skora og staðan eftir tæpar 12 mínútur 8-3.  Þar með voru heimamenn búnir að byggja upp forystu sem þeir áttu byggja á fram að hálfleik þar sem staðan var 18-11.  Í seinni hálfleik héldu menn svo áfram þaðan sem frá var horfið þar til Kría var komin í 10 marka forystu þegar 10 mínútur voru liðnar, 23-13.  Sá munur hélst lítið breyttur þar til tæpar 5 mínútur voru eftir og Selfyssingar komu með áhlaup.  Það var einfaldlega of seint og úrslitin í raun ráðin, lokastaðan 30-24Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 5, Arnór Logi Hákonarson 3, Sölvi Svavarsson 2, Sæþór Atlason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 7 (28%), Hermann Guðmundsson 5 (62%) og Sölvi Ólafsson 3 (25%).Erfiður dagur á skrifstofunni hjá strákunum sem mættu fullvöxnum karlmönnum í þessum leik.  Þeirra barátta heldur áfram á fullum krafti og strax á Sunnudag mæta Ísfirðingarnir í Herði á Suðurlandið, en sá leikur fer fram í Hleðsluhöllinni kl.

Fréttabréf UMFÍ

Caity Heap í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.Heap, sem er 26 ára gömul, er reynslumikill leikmaður.

Símon Gestur og Bergrós ungmenni ársins

Símon Gestur Ragnarsson og Bergrós Björnsdóttir, bæði úr Umf. Selfoss, voru verðlaunuð þegar Lyftingasamband Íslands verðlaunaði lyftingafólk ársins 2020 í desember.Símon Gestur sem er nítján ára gamall var valinn ungmenni ársins í flokki U20 ára.

Íþróttaskólinn hefst 31. janúar

Íþróttaskóli fimleikadeildar Selfoss hefst sunnudaginn 31. janúar nk. Íþróttaskólinn er fyrir börn fædd 2015 - 2020. Um er að ræða tólf skipta námskeið sem fer fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.

Aukagreiðsla til félaga vegna góðrar fjárhagsafkomu

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) hefur ákveðið að greiða aðildarfélögum sínum og sérráðum sérstaka aukagreiðslu í ljósi góðrar fjárhagsafkomu HSK á síðasta ári og vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í samfélaginu vegna COVID-19.

Tap í jöfnum leik í Víkinni

Stelpurnar okkar töpuðu í jöfnum og spennandi leik í Víkinni í dag, 28-26.  Þetta var fjórði leikur liðsins í Grill 66 deildinni í vetur.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og léku eins og þær sem valdið höfðu, eftir rúmar tíu mínútur var staðan orðin 1-7.  Þá fékk Tinna þungt högg í andlitið og kom ekki meira við sögu í leiknum.  Það reyndust vera kaflaskil í leiknum og öðrum tíu mínútum síðar var staðan orðin 6-8 og leikurinn orðinn nokkuð jafn og hélst þannig fram að hálfleik þar sem staðan var 13-14.  Í seinni hálfleik var leikurinn áfram í járnum, stutt á milli þar til um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en þá tóku Víkingar áhlaup og komust fjórum mörkum yfir, 26-22.  Það var munur sem Selfyssingar náðu ekki að brúa þrátt fyrir að leggja töluvert í það, lokatölur 28-26Mörk Selfoss: Lara Zidek 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Ivana Raikovic 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 11 (29%) og Áslaug Ýr Bragadóttir 3 (75%).Nú hafa stelpurnar tapað þremur af fjórum leikjum sínum í Grill 66 deildinni og sitja í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.  Næsti leikur þeirra er á laugardaginn kl.

Selfoss U vængjum þöndum á sigurbraut

Strákarnir í Selfoss U tóku á móti  Vængjum Júpíters í fimmtu umferð Grill 66 deild karla í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 29-21.Vængirnir byrjuðu betur og var staðan 0-3 eftir fimm mínútna leik.  Selfyssingar tóku þá við sér og var staðan orðin 5-5 eftir aðrar fimm mínútur.  Selfyssingar höfðu frumkvæðið það sem eftir lifði af jöfnum fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12.  Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk, fyrstu tíu mínúturnar var áfram jafnræði með liðunum en Selfyssingar alltaf með frumkvæðið.  Á þeim tímapunkti tók þetta unga og efnilega lið Selfyssinga völdin og náðu á örfáum mínútum 8 marka forystu.  Þessi kafli lagði grunninn að öruggum sigri heimamanna, 29-21.Mörk Selfoss: Arnór Logi Hákonarson 8, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Ísak Gústafsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 9 (39%) og Hermann Guðmundsson 1 (12%).Góður sigur hjá strákunum sem gefur þeim 2 stig í baráttunni í Grillinu.  Næsti leikur þeirra er gegn Kríu á Nesinu þriðjudaginn 26.

Þjálfarar knattspyrnudeildar á skyndihjálparnámskeiði

Knattspyrnudeild Selfoss hélt á dögunum námskeið í skyndihjálp og fyrstu viðbrögðum fyrir þjálfara og starfsfólk knattspyrnudeildar.Díana Gestsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og skyndihjálparkennari sá um námsskeiðið.

Barbára framlengir út 2022

Landsliðskonan Barbára Sól Gísladóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út keppnistímabilið 2022.Þrátt fyrir að vera nítján ára gömul er Barbára einn leikreyndasti leikmaður Selfossliðsins en hún hefur leikið 92 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þar af 50 í efstu deild.