19.07.2012
Hópferð verður frá Selfossi á leik ÍBV og Selfoss í Pepsi deld karla sunnudaginn 22. júlí. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá Tíbrá.
18.07.2012
Eftir rúmar tvær vikur, um verslunarmannahelgina, verður stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Selfossi, Unglingalandsmót UMFÍ. Öllu hefur verið tjaldað til við undirbúning mótsins, bæði að hálfu framkvæmdaaðila, Héraðssambandsins Skarphéðins og Sveitarfélagsins Árborgar. Áætlað er að um 500 sjálfboðaliða þurfi til að framkvæma mótið og þar er um hin ýmsu störf að ræða.Aðildarfélög HSK á Selfossi munu sjá um veitingasölu á mótinu, en gert er ráð fyrir að 12-15 þúsund manns muni sækja mótið. Því er eftir töluverðu að slægjast hjá þessum félögum, Ungmennafélagi Selfoss, Knattspyrnufélagi Árborgar, Íþróttafélaginu Suðra, Körfuknattleiksfélagi FSU, Golfklúbbi Selfoss og Hestamannafélaginu Sleipni. Mun hagnaður af veitingasölunni skiptast á milli þessara félaga eftir vinnuframlagi frá hverju og einu félagi. Félögin hafa nú þegar hafið leit að sjálfboðaliðum innan sinna raða til að manna þessar vaktir, og önnur störf, um verslunarmannahelgina og gengur vonandi vel.En örugglega er einhver út í samfélaginu sem hefur ekki verið haft samband við og hefur áhuga að koma að því að styðja sitt félag eða hvaða félag sem hann velur sér að starfa fyrir og hvet ég viðkomandi til að hafa samband við sitt félag og bjóða fram aðstoð við mótið. Allt vinnuframlag skiptir máli alveg niður í nokkrar klukkustundir, eina vakt eða hvað annað sem viðkomandi hefur að bjóða. Ef einhver er í vafa hvert skal leita til að veita aðstoð má hafa samband við undirritaðan .Að lokum hvet ég alla til að taka virkan þátt í að Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi, um verslunarmannahelgina. mótið takist vel og verði okkur öllum til sóma.
17.07.2012
Fimmtán frjálsíþróttakrakkar frá Selfossi á aldrinum 13-20 ára fóru til Gautaborgar í júlí og tóku þátt í Gautaborgarleikunum sem er risastórt mót þar sem keppendur koma frá mörgum löndum. Skráningar á mótið eru 7.000 og því gríðarleg reynsla að keppa á svona móti. Krökkunum okkar gekk rosalega vel og komu heim með 2 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun og að auki fullt af bætingum.13 ára strákar: Styrmir Dan Steinunnarson stóð sig frábærlega á mótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og vann hástökkið og setti um leið Íslandsmet þegar hann stökk yfir 1,70 m. Hann sigraði líka spjótkastið með kasti upp á 44,10 metra. Í langstökki bætti hann besta árangur sinn þegar hann stökk 5,51 m og varð í 2.
17.07.2012
Símamótið fór fram um síðustu helgi. Selfoss átti 7 lið á mótinu sem haldið er á vegum Breiðabliks í Kópavogi. Öll Selfoss-liðin stóðu sig vel á mótinu.
17.07.2012
Helgina 14.-15. júlí s.l. fór fram á Laugardalsvellinum aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. HSK/Selfoss sendi vaska sveit til keppni sem taldi 20 manns og stóð sveitin sig mjög vel.
12.07.2012
Ungar fimleikastúlkur frá Selfossi, fæddar 1997 og 1998, halda út föstudaginn 13. júlí á fimleikahátíðina Eurogym sem haldin er í Portúgal.
10.07.2012
Meistaraflokkslið Selfoss í handbolta styrkti hóp sinn á dögunum þegar liðið samdi við Akureyringinn Jóhann Gunnarsson um að leika með liðinu.
09.07.2012
Nú þegar boltasumarið er komið vel af stað og meistaraflokkslið okkar komin á fullt og í hörkubaráttu í Pepsi-deildum langar okkur, sem fyrrverandi leikmenn Selfoss, að koma á framfæri mikilvægi þess við eigum gott lið í efstu deild og að Sunnlendingar allir styðji sitt lið.Lífsstíll að halda með sínu liðiÞað er góður lífsstíll að halda með sínu liði og fylgja því eftir.
06.07.2012
Selfyssingar mæta Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum Bogunarbikars karla á Valbjarnarvelli á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15.
06.07.2012
Spennandi verkefni fyrir börn og unglinga:Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á SelfossiFrjálsíþróttaráð HSK mun í fjórða sinn halda Frjálsíþróttaskóla Ungmennafélags Íslands í sumar og verður hann á Selfossi, annað árið í röð, á nýja frjálsíþróttavellinum, þar sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina.Námskeiðið stendur í fimm daga og er frá 16.-20.