31.07.2014
Brúarhlaup Selfoss fer fram, á nýrri dagsetningu, laugardaginn 9. ágúst nk. Vegalengdum í hlaupinu hefur verið fækkað og hlaupaleiðir færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi og á göngustígakerfi bæjarins.
31.07.2014
Selfyssingar heimsóttu Þróttara í Laugardalinn í 1. deildinni í gær. Fyrir leikinn var Þróttur í þriðja sæti en Selfyssingar í því tíunda.Það var þó ekki að sjá á leik liðanna þar sem Selfyssingar spiluðu vel skipulagðan leik og börðust hvor fyrir annan.
30.07.2014
Helgina 26.-27. júlí fór fram á Selfossvelli, MÍ unglinga í aldursflokkum 15-22 ára. Góður árangur náðist í mörgum greinum enda kjöraðstæður til keppni, þurrt, sól og heitt ásamt meðvindi í spretthlaupum og stökkum.
30.07.2014
Selfoss mátti lúta í gras þegar liðið sótti Þór/KA heim í Pepsi-deildinni í gær. Var þetta fyrsti ósigur Selfoss á útivelli í deildinni í sumar en þær höfðu fram að þessu sigrað í öllum fimm leikjum sínum á útivelli.Selfyssingar náðu sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik og komust heimakonur yfir á 26.
30.07.2014
Sundnámskeið fyrir börn fædd 2008 og 2009 verður haldið í Sundhöll Selfoss 11.-20. ágúst. Kennt verður fyrir hádegi virka daga. Einnig hópur fyrir börn sem eru byrjuð í skóla.Skráning á netfangið eða í síma 848-1626.
29.07.2014
Forskráning í fimleika fyrir næsta vetur er í fullum gangi en henni lýkur 10. ágúst nk. Iðkendur sem skrá sig fyrir þann tíma eiga tryggt pláss en eiga annars á hættu að lenda á biðlista.Skráning fer fram í gegnum .
28.07.2014
Selfyssingar eignuðust þrjá Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í flokkum 15 – 22 ára sem haldið var á Selfossvelli um helgina.Harpa Svansdóttir sigraði í 300 m grindahlaupi og kúluvarpi 15 ára stúlkna.
28.07.2014
Selfyssingar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík sl. föstudag og lentu í Olgu-sjó gegn baráttuglöðum gestunum. Strákarnir okkar voru sterkari fyrsta korterið en tókst ekki að skora.
25.07.2014
Selfoss sigraði í gær lið Fylkis í undanúrslitum í Borgunarbikar kvenna en leikurinn fór fram á Fylkisvellinum. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn eftir að staðan var jöfn 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu.
25.07.2014
Framherjinn Ragnar Þór Gunnarsson er gengin til liðs við Selfoss og kemur hann á láni frá Val út tímabilið.Ragnar, sem er fæddur árið 1994 og uppalinn hjá Skagamönnum , spilaði mikið með Val á undirbúningstímabilinu en hefur einungis komið við sögu í fimm leikjum Vals í deild og bikar í sumar og skorað eitt mark.Hann gæti spilað sinn fyrsta leik strax í kvöld þegar Selfoss fær Víking Ólafsvík í heimsókn á JÁVERK-völlinn kl.