Perla Rut og Sigurður Fannar íþróttafólk Umf. Selfoss – Gunnar sæmdur gullmerki
20.12.2024
Handknattleikskonan Perla Rut Albertsdóttir og júdómaðurinn Sigurður Fannar Hjaltason hafa verið valin íþróttakona og íþróttakarl Umf. Selfoss árið 2024. Verðlaunin voru afhent á verðlaunahátíð Umf. Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá í gær.