31.01.2017
Selfoss mætti ásamt félögum sínum í Héraðssambandinu Skarphéðni með gríðarlega sterkt lið til leiks á Meistaramót Íslands 11-14 ára sem fram fór í Kaplakrika um helgina.
31.01.2017
Strákarnir í 8. flokki í handboltanum sýndu glæsileg tilþrif á öðru móti vetrarins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina.Ljósmyndir frá foreldrum Umf.
30.01.2017
Stelpurnar í 3. flokki í knattspyrnu unnu sannfærandi 5-0 sigur á Þrótti í Laugardalnum um helgina. Athygli vakti að knattspyrnudómari frá Shanghai í Kína var mættur á leikinn.
27.01.2017
Ertu með hugmynd hvernig hægt er að fá fleiri til þátttöku? Hvernig forvarnaverkefni myndir þú taka mark á? Finnst þér félagið þitt starfa á nútímalegan hátt?Ungmennaráð UMFÍ býður í umræðupartý föstudaginn 3.
26.01.2017
Síðastliðinn laugardag voru afhent verðlaun fyrir vor- og haustleik í Selfoss getraunum 2016 ásamt því að boðið var upp á dýrindis Selfossköku frá Guðnabakaríi.Það var hópurinn BP með þá feðga Berg Pálsson og Páll Dagur sem varði titilinn eftir æsispennandi keppni við Heitu sporana Bárð Guðmundarson og Kristinn M.
25.01.2017
Stofnfundur lyftingadeildar Ungmennafélags Selfoss fór fram í félagsheimilinu Tíbrá miðvikudaginn þriðjudaginn 24. janúar 2017.Á fundinum var fimm manna stjórn deildarinnar kjörin þar sem formaður er Árni Steinarsson, gjaldkeri er Örvar Arnarson, ritari er Ólafur Oddur Sigurðsson og meðstjórnendur eru Adam Þorsteinsson og Gísli Rafn Gylfason.Mikill hugur er í nýkjörinni stjórn og er þegar farið að huga að þátttöku keppenda Umf.
25.01.2017
Nýráðinn landsliðsþjálfari Júdósambands Íslands, , hefur valið Selfyssinginn Egil Blöndal til keppni með íslenska landsliðinu á Matsumae Cup sem fram fer í Vejle í Danmörku 16.-21.
24.01.2017
Eins og alþjóð veit luku Íslendingar leik á HM í handbolta um seinustu helgi þegar við lutum í gólf gegn heimamönnum í Frakklandi.Selfyssingar áttu kvartett fulltrúa í landsliðhóp Íslendinga þar sem Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson komu við sögu í öllum leikjum liðsins.
24.01.2017
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um liðna helgina og átti HSK/Selfoss sjö keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Í heildina voru 34 keppendur í öllum flokkum sem hófu keppni.Keppt var í fjórum flokkum pilta: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20 ára og eldri, og þremur flokkum stúlkna en þar er fullorðinsflokkurinn 18 ára og eldri.Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta með 2.245 stig.
23.01.2017
Á fundi aðalstjórnar Umf. Selfoss í janúar voru flóttafjölskyldur frá Sýrlandi boðnar velkomnar á Selfoss og jafnframt var öllum börnum og unglingum í hópnum boðið að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu út árið 2017.Með þessu vill félagið leggja sitt af mörkum til að fjölskyldurnar nái sterkri fótfestu í okkar góða samfélagi en rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun er talin jákvæð leið fyrir ungmenni til að efla andlega vellíðan sína og mynda ný vináttutengsl og er ekki síst mikilvæg fyrir börn innflytjenda. .