Öruggur sigur á ÍR

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í seinustu umferð Olís-deildarinnar í handbolta. Lokatölur í Vallaskóla urðu 35-28 en staðan í leikhléi var 15-13.Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik sem Selfyssingar náðu að hrista ÍR af sér en eftir það var sigurinn ekki í hættu og að lokum skildu sjö mörk liðin að.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna 13, Adina 9, Perla Ruth 4, Elena 3, Thelma Sif og Steinunn 2 og Margrét Katrín og Carmen skoruðu sitt markið hvor.Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína í 7.

Blandað lið Selfyssinga bikarmeistari

Blandað lið Selfyssinga gerði sér lítið fyrir og sigraði á bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði sunnudaginn 6. mars.

Selfyssingar upp í annað sæti

Nágrannaliðin Selfoss og Mílan áttust við í 1. deildinni á föstudag þar sem Selfyssingar báru auðveldan sigur út býtum 22-34 en staðan í hálfleik var 11-18.Það bar helst til tíðinda í leiknum að fyrrum atvinnumaðurinn og landsliðskempan Þórir Ólafsson skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss í langan tíma.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Teitur Örn Einarsson og Andri Már Sveinsson voru markahæstir með 9 mörk, Guðjón Ágústsson skoraði 5, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 4, Atli Kristinsson 3 og Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Sverrir Pálsson og Þórir Ólafsson skoruðu allir 1 mark.

Blómleg starfsemi frjálsíþróttadeildar

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar fór fram í Tíbrá mánudaginn 29. febrúar sl. Starfsemi og rekstur deildarinnar er í miklum blóma og fjölgar iðkendum stöðugt.Á fundinum var kjörin ný stjórn sem skipa f.v.

Fimm titlar og þrjú HSK met

Unglingameistaramót Íslands í frjálsíþróttum 15 – 22 ára var haldið í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.Keppnislið HSK/Selfoss tók þátt í mótinu og varð í fjórða sæti í stigakeppninni.

Sautján fulltrúar Selfoss í úrvalshópum FSÍ

Fimleikasamband Íslands hefur birt úrvalshópa vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu í haust.  Þetta er fyrsti æfingahópur sem er valinn en næsti hópur verður minni og verður tilkynntur í maí.

Páskahappadrætti handknattleiksdeildar

Blásið hefur verið til leiks í páskahappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rétt tæp milljón króna.Hér er um að ræða eina allra stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti sölufólki sem verður á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.

Þrír efnilegir handboltastrákar

Um seinustu helgi voru 35 strákar boðaðir á æfingu hjá U-14 ára landsliðinu í handbolta. Þrír Selfyssingar voru þeirra á meðal en þeir eru f.v.

Stigalausir í Lengjubikarnum

Selfyssingar mættu Fylki í Egilshöllinni í annarri umferð Lengjubikarsins í gær.Fylkismenn voru sterkari í leiknum og komustu í 2-0 áður en Ivan Martinez Gutierrez minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir Selfyssinga.

Brenniboltamóti frestað til 11. mars

Ákveðið hefur verið að fresta brenniboltamóti knattspyrnudeildar til föstudagsins 11. mars en nánari tímasetning kemur seinna inn.Það eru enn nokkur pláss laus eftir á mótinu en þeim fer fækkandi með hverjum degi þannig ef þig langar að taka þátt þá hringir þú í Þorstein (773-8827) eða Richard (864-3994) sem allra fyrst.Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.