09.01.2015
Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, hefur verið valin á landsliðsæfingar U23 kvenna sem fram fara í Kórnum 10. janúar og Egilshöll degi seinna.
09.01.2015
Um helgina leikur u-15 ára landslið kvenna tvo vináttulandsleiki gegn Skotum hér á Íslandi.Selfyssingurinn Elva Rún Óskarsdóttir er í landsliðshópnum sem leikur fyrri leik liðanna á morgun, laugardag, kl.12.30 í Mýrinni í Garðabæ.
09.01.2015
Íslenskar getraunir hefja nýtt ár með látum og bjóða upp á risapott í Enska boltanum. Bætt verður við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta og tryggt að hún verði um 150 milljónir króna (9.5 milljónir SEK).Það er því ástæða til að skoða Enska getraunaseðilinn vel og tippa áður en lokað verður fyrir sölu kl.
08.01.2015
Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði föstudaginn 9. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.
08.01.2015
Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslit í Coca Cola bikarnum.Stelpurnar okkar sækja Hauka heim í Hafnarfjörðinn og fer leikurinn fram í Schenkerhöllinni þriðjudaginn 10.
06.01.2015
Strákarnir í 2001 árganginum í handbolta brugðu undir sig betri fætinum um jólin og tóku þátt í Norden Cup í Svíþjóð en á mótið er boðið titilhöfum viðkomandi árgangs frá öllum Norðurlöndunum.Það er skemmst frá því að segja að strákarnir enduðu í 4.
05.01.2015
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur hefðbundinni þrettándagleði á Selfossi sem vera átti þriðjudaginn 6. janúar verið frestað um óákveðinn tíma.
05.01.2015
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður Olís deildarinnar var í Noregi við æfingar fyrir jól. Í viðtali við handboltavefinn sagði hún frá ferðinni og framtíðinni.Við viðtalið má bæta að Hanna fékk strax í kjölfarið gott tilboð frá norsku liði sem vildi að hún kæmi strax út núna um áramótin.
02.01.2015
Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, eru íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014.
Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar var haldin í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 30.
02.01.2015
Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.