12.12.2017
Selfossstúlkur töpuðu fyrir Fram í kvöld, 28:20. Selfoss leiddi lengst af í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik var 12:13 Selfyssingum í vil.
11.12.2017
Glæsileg jólasýning fimleikadeildar Selfoss er að baki og vill deildin þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir.
11.12.2017
Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem fór fram 6. desember var Jón Steindór Sveinsson kjörinn nýr formaður en hann tekur við keflinu af Adólf Ingva Bragasyni sem flytur af landi brott á nýju ári. Aðrir meðlimir stjórnar voru endurkjörnir ásamt því að Eiríkur Búason kom nýr inn í stjórn.Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður.
10.12.2017
Selfoss gerði sér góða ferð í Grafarvoginn og sigraði Fjölni 30:32 í fjörugum leik. Fjölnismenn leiddu í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 18:17 Fjölni í vil.
09.12.2017
Selfossstúlkur steinlágu fyrir ÍBV með 13 marka mun í Eyjum í dag. Leikurinn byrjaði vel og var aðeins tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þá skoruðu Eyjastúlkur skoruðu þrjú mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 16-11.
07.12.2017
Nýtt og brakandi ferskt handboltablað er komið út, ennþá volgt úr prentvélunum. Blaðinu verður dreift á öll heimili á Selfossi ásamt því að það mun liggja inni á flestum bensínstöðvum og verslunum.
05.12.2017
Laugardaginn 9. desember munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á torginu við Pysluvagninn á Selfossi.Dagskráin hefst kl.15:45 en þá syngur Karlakór Selfoss nokkur jólalög og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna.
05.12.2017
Það var við ramman reip að draga þegar Egill Blöndal keppti á Tokyo Grand Slam á sunnudaginn.
Hann mætti Jose Luis Arroyo Osorno frá Perú í hörkuglímu.
04.12.2017
Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin nú á laugardag. Þetta er í tófta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum upp á martröð á jólanótt.
02.12.2017
Þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru báðar valdar í A-landslið kvenna nú í nóvember en liðið lék þrjá æfingaleiki í lok mánaðarins við Þýskaland og Slóvakíu.