17.10.2017
Laugardaginn 7. október fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
17.10.2017
Fimleikadeild Selfoss bíður upp á 10 skipta fullorðinsfimleika námskeið. Æfingar verða þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjaskóla.
16.10.2017
Helgina 14.-15. október fór fram úrtökuæfing fyrir landslið unglinga. Landsliðið keppir á Evrópumeistaramóti í Portúgal 2018. Sendar voru sex stelpur frá Selfossi, það voru þær Evelyn Þóra, Inga Jóna, Birta Sif, Sólrún María, Karólína og Auður Helga.
16.10.2017
Handknattleiksdeild Umf Selfoss og fasteignasalan Domusnova hafa gert með sér samstarfssamning um svokallaðar Handboltaeignir Selfoss.Stuðningsmenn í söluhugleiðingum geta því farið með sína fasteign til sölumanna Domusnova á Selfossi. Handknattleiksdeildin fær fasta greiðslu fyrir hverja selda fasteign sem fer í kaupsamning og því frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn í söluhugleiðingum að styrkja handknattleiksdeildina um leið.Nánari upplýsingar veita sölumenn Domusnova á Selfossi.Áfram Selfoss Mynd: Atli Kristinsson og Óskar Már Alfreðsson skrifa undir samstarfssamning á leik Selfoss og ÍR
Mynd: Umf Selfoss/JÁE
15.10.2017
Það var í nógu að snúast í handboltanum í dag því tveir leikir voru á dagskrá hjá báðum meistaraflokkum. Selfossstelpur fóru í Hafnafirðinn og sóttu Hauka heim og hér heima fengu strákarnir ÍR-inga í heimsókn.Haukar 22-20 SelfossHaukar unnu tveggja marka sigur eftir grátlegar lokamínútur þar sem Selfoss var 2 mörkum yfir þegar 6 mínútur voru eftir.
14.10.2017
Alls hafa verið kallaðir til 18 Selfyssingar til landsliðverkefna með yngri landsliðum, afrekshóp HSÍ og A-landsliði karla. Æfingar munu fara fram dagana 25-29.
13.10.2017
Selfoss á fimm leikmenn sem eru í verkefnum á vegum KSÍ í október.
Þorgils Gunnarsson, Reynir Freyr Sveinsson, Matthías Veigar Ólafsson og Guðmundur Tyrfingson eru allir í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands fyrir landsleiki gegn Færeyjum í lok mánaðarins.
13.10.2017
Magnús Ingi Einarsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þessi öflugi og hraði markaskorari hefur spilað yfir 50 leiki fyrir Selfoss, en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi-deildinni árið 2012.
Hlökkum til að sjá hann á vellinum.
Áfram Selfoss!.
11.10.2017
Selfyssingar fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan sigu Framstelpur framúr og staðan í hálfleik var 13-18.