30.09.2015
Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar fór fram á JÁVERK-vellinum 12. september þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góða framistöðu á tímabilinu.Eftirtaldir einstaklingar hlutu viðurkenningar.
Flokkur
Leikmaður
Ársins eldra ár
Leikmaður
Ársins yngra ár
Mestu
framfarir
Besta
ástundun
3.
29.09.2015
Hádramatískum leik Selfossstúlkna gegn Fylki í Olísdeildinni sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla i kvöld lauk með 27-26 sigri Selfoss.Fylkisstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks á meðan Selfossliðið var ekki að finna allveg taktinn svokallaða, Fylkir með eilítið frumkvæði en Selfoss náði að jafna leikinn 7-7 og síðan 11-11 en Fylkir skreið framúr og var yfir 12-15 í hálfleik.Fylkisstelpur voru með 16-20 forystu þegar 20 mín voru eftir af leiknum, þá náðu Selfyssingar að spýta í lófa og með miklu harðfylgi og fyrir frábært einstaklingsframtak Hrafnhildar Hönnu og mikilvægar markvörslur að jafna leikinn í 21-21.Selfoss náði síðan 25-22 forskoti og náðu að halda út leikinn þrátt fyrir góða baráttu Fylkis.Hrafnhildur Hanna var stórkostleg í þessum leik og skoraði 18 mörk, já 18 kvikyndi takk fyrir.Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liðinu og hafa þær nú unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 18
Adina 4
Perla 2
Elena 2
Carmen 1Markvarsla:
Áslaug Ýr 32%, þar af 2 víti varinnMM
29.09.2015
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var fyrir helgi valin í íslenska landsliðið í handbolta sem undirbýr sig fyrir tvo leiki við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.Fyrri leikur liðsins er á útivelli gegn Frökkum fimmtudaginn 8.
29.09.2015
Fyrir helgi var tilkynnt um þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna og eru þeir neðangreindir.Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss var valin besti leikmaðurinn auk þess sem Guðmunda Brynja Óladóttir er í úrvalsliði umferða 10-18.Liðið er þannig skipað:Markmaður: Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik), Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik), Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss), Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)Framherjar: Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss), Klara Lindberg (Þór/KA)Besti leikmaður: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)Besti þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)Bestu stuðningsmenn: (Breiðablik)Besti dómari: Bríet Bragadóttir---Verðlaunahafar úr seinni umferð Pepsi-deildarinnar.
Ljósmynd: Myndasafn KSÍ.
28.09.2015
Helgina 22.-25. október keppir Dagný María Pétursdóttir í kyorugi (bardaga) á EM Junior sem haldið er í Daugavpils í Lettlandi.Dagný var valin af Chago Rodriguez landsliðsþjálfara til að keppa á þessu móti ásamt einni annari stelpu og fjórum strákum.Gaman er að sjá hversu miklum og stórstígum framförum Dagný hefur tekið á stuttum tíma.
28.09.2015
Ísland sigraði Hvíta-Rússland 2-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.Það voru Sunnlendingarnir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, og Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Hólmfríður skoraði fyrra markið á 30.
26.09.2015
Meistaraflokkslið Selfoss mætti Fjölni í Grafarvoginum í dag. Leikurinn hraður og skemmtilegur, Selfossstelpur þó mun hraðari og skemmtilegri.Jafnt á fyrstu tölum en fljótt tók Selfoss flest völd á vellinum og góður 26-41 sigur staðreynd og sigur í fyrstu þremur leikjum Olísdeildarinnar einnig.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:Perla Ruth Albertsdóttir 9 mörk,
Carmen Palamariu skoraði 8
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7
Adina Ghidoarca 6
Elena Birgisdóttir 3
Sigrún Arna Brynjarsdóttir 3
Dagbjört Friðfinnsdóttir 2
Margrét Katrín Jónsdóttir 2
Kara Rún Árnadóttir 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr Bragadóttir 31%
Katrín Ósk Magnúsdóttir 33%MM
26.09.2015
Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu KR að velli í kvöld á útivelli.Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi framan af leik, staðan var 4-3 fyrir KR eftir 12 mínútna leik en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-8 Selfyssingum í vil.
25.09.2015
Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 26. september. Aðalvinningur er ferð á leik í enska boltanum. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.
25.09.2015
Það er með miklu stolti sem knattspyrnudeild Selfoss tilkynnir að Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari meistaraflokks karla hjá knattspyrnudeild Selfoss.Sem yfirmaður knattspyrnumála mun Gunnar sjá um stefnumótun í þjálfun yngri flokka félagsins.