28.10.2015
Jón R. Bjarnason, bankastjóri Íslandsbanka á Selfossi handsalaði fyrir skömmu styrktarsamning við Fimleikadeild Umf. Selfoss.Íslandsbanki hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar og var samningurinn endurnýjaður í upphafi október.
28.10.2015
Dagný Brynjarsdóttir mun leika með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð.Frá þessu var greint á vefsíðunni .Dagný þekkir vel í til í Bandaríkjunum eftir nám í Florida State háskólanum þar sem hún var fyrirliði í sigursælu liði skólans og einn besti leikmaður háskólaboltans á síðustu leiktíð.
28.10.2015
Liðin sem voru jöfn í 5. og 6.sæti Olísdeildarinnar mættust í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld.Margir sem áttu svona fyrirfram von á því að um jafnan leik yrði að ræða, svo var ekki. Valsliðið mun betra á flestum sviðum handboltans, allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik 10-17 og lítið sem gladdi auga þeirra fjölmörgu áhorfenda sem leið sína lögðu í íþróttahúsið í kvöld.Eitthvað hefur MS hleðslan sem stelpurnar drukku í hálfleik haft að segja, nema það hafi verið hálfleiksræða þjálfara, því annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og voru þær virkilega að leggja sig fram og flestar að berjast af krafti. Liðið náði að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, en náðu ekki að láta kné fylgja kviði og Valsstúlkur skoruðu síðustu mörkin og höfðu sigur á Selfossstúlkum 21-25.Í samtali við Hilmar Guðlaugsson annan af þjálfurum Selfoss mátti sjá að hann var ósáttur við spilamennsku liðsins, en hann sagði: „Fyrri hálfleikur var algjör skandall og varð okkur að falli í kvöld.
27.10.2015
Meistaraflokkur Selfoss mun ásamt liðum Íslands sem taka þátt á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sýna á sem haldið verður á sunnudag hjá Stjörnunni í Ásgarði.
27.10.2015
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem vann tvo örugga sigra í undankeppni EM 2017 í seinustu viku.Liðið vann og og er Ísland því með 9 stig eftir þrjá leiki eða fullt hús stiga.
27.10.2015
Þrír leikmenn Selfoss tóku um helgina þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla en æfingarnar fóru fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara U16 landsliðs Íslands.
26.10.2015
Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu föstudaginn 30. október og opnar húsið kl. 19:30.Veislustjóri er Sigurður Ingi Sigurðsson frá Hamarskoti og ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Kenneth Máni.Dýrindis matur af hlaðborði, skemmtiatriði, happadrætti og hið geysivinsæla pakkauppboð.Miðaverð kr.
26.10.2015
Selfyssingar náðu góðum árangri á haustmóti Júdósambandsins sem haldið var í Grindavík 10. október. 55 keppendur frá sjö félögum voru mættir til Grindavíkur þar af mættu átta keppendur frá Júdódeild Selfoss og stóðu þeir sig allir mjög vel.Böðvar Arnarson varð annar í U13 -66 kg en hann þurfti að keppa upp fyrir sig í þyngd.Í U15 -42 kg varð Krister Frank Andrason í fyrsta sæti en hann var einnig að keppa upp fyrir sig.
26.10.2015
Í síðustu viku birt á heimasíðu ASÍ niðurstaða úr könnun verðlagseftirlits ASÍ sem tók saman hvað það kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn haustið 2015.Óhætt er að segja að fimleikadeild Selfoss komi vel út úr samanburðinum en mánaðargjald í hjá deildinni er um 40% ódýrara en hjá sambærilegum félögum á höfuðborgarsvæðinu.