Knattspyrnudeild Selfoss 60 ára í dag

Í dag eru sextíu ár liðin síðan knattspyrnudeild Umf. Selfoss var stofnuð, þann 15. desember 1955. Það hefur mikið vatn runnið í gegnum bæinn okkar síðan félagið hóf leik í svart- og rauðröndóttum AC Milan búningum árið 1955.Ávallt hafa vaskir menn staðið í framlínu félagsins í gegnum áratugina og hefur saga félagsins og kaupstaðarins bundist órjúfanlegum böndum.Með félagsmerkið á brjóstinu og stoltið að vopni hefur liðið heimsótt Þjórsárstúnsvöllinn, spilað innbyrðis á  Sigga Ólatúni, siglt með Krónprins Friðrik til Fuglafjarðar, fjölmennt í Grýtubakkahrepp og tekið yfir Laugardalsvöllinn.

Fimleikadeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

ÍSÍ notaði tækifærið á afmælissýningu Fimleikadeildar Selfoss og veitti  viðurkenningu og staðfestingu á endurnýjun. Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbók deildarinnar er vel unnin og uppfyllir vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.

Sigur gegn HK

Selfyssingar máttu hafa sig alla við þegar þeir höfðu betur gegn HK á útivelli í 1. deildinni á föstudag.Leikmenn HK voru sterkari stóran hluta fyrri hálfleiks en Selfyssingar náðu að laga stöðuna undir lok hans og staðan í hálfleik 17-16 fyrir heimamönnum.Selfyssingar jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var jafnt á flestum tölum.

Jólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi

Laugardaginn 12. desember næstkomandi munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum.Dagskráin hefst kl.15:30 en þá syngur m.a.

Afmælissýning Fimleikadeildar Selfoss 2015

Helga Nótt og Kærleikstréð er tíunda jólasýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss. Fimleikadeildin hóf jólasýningar í þessari mynd sem þær eru í dag árið 2006 en áður voru hefðbundnar foreldrasýningar þar sem hver hópur sýndi hvað hann hafði verið að læra yfir haustið.

Kartöflusala

Jólin eru á næsta leyti og fátt er betra en að bjóða upp á íslenskar kartöflur með hátíðarmatnum. Strákarnir í 3. flokki í knattspyrnu eru að fara í keppnisferð erlendis næsta sumar.

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs

Á dögunum úthlutaði stjórn KSÍ styrkjum vegna barna- og unglingastarfs til til aðildarfélaga sinna. Styrkurnir eiga rætur að rekja til Knattspyrnusambands Evrópu en samkvæmt sérstakri samþykkt KSÍ leggur sambandið fram viðbótarframlag.UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2014/2015 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2015 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna- og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild.

Tap í toppslag

Selfyssingar mættu Fjölni öðru sinni á fjórum dögum þegar þeir tóku á móti liðinu á Selfossi í 11. umferð 1. deildarinnar á föstudag.

Selfyssingar þriðju í sveitakeppni

Selfyssingar tóku þátt í sveitakeppni Júdósambands Íslands sem fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. nóvember.Keppt var í sex karlasveitum og tveim kvennasveitum en Selfyssingar tóku þátt í karlaflokki.

Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.