Flugeldasala á þrettándagleði

Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 10. janúar. Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti.Kennt er í tveimur hópum.Hópur 1 - Klukkan 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2013 og 2014. Hópur 2 - Klukkan 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010-2012.Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir grunnskólakennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Skráning á staðnum frá klukkan 9:30.

Þrettándagleðin á Selfossi verður laugardag 9. janúar

Ákveðið hefur verið að þrettándagleðin á Selfossi verði laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið.

Egill á OTC í Mittersill

Í gær fór Egill Blöndal ásamt fimm öðrum íslenskum júdómönnum til Austurríkis í OTC (Olympic Trainings Camp) æfingabúðirnar í og mun æfa þar næstu fimm daga tvisvar á dag ásamt mörgum bestu júdómönnum heims en þetta eru öflugustu æfingabúðirnar ár hvert á vegum EJU.Þátttaka okkar manna er meðal annars undirbúningur þeirra fyrir sem haldið verður 23.

Áramótamót í frjálsum

Síðasta frjálsíþróttamót liðins árs var haldið á Selfossi 28. desember sl. og nefndist Áramótamót Selfoss. Sagt var frá þessu á .Á mótinu voru sett nokkur HSK met og skemmtilegt að segja frá því að mæðgur settu HSK met á mótinu.

Steinunn Hansdóttir til liðs við Selfoss

Kvennalið Selfoss hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handknattleik því landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur samið við félagið.Steinunn gekk í raðir SønderjyskE frá Skandeborg síðasta sumar.

Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.

Æfingar hjá Unni Dóru með U17

Unnur Dóra Bergsdóttir leikmaður Selfoss í knattspyrnu var valin landsliðsæfingar U17 kvenna sem fram fara 8. - 10. janúar 2016. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Tveir Selfyssingar íþróttamenn ársins

Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu 30. desenber sl. þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Þrettándagleði á Selfossi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta þrettándagleði á Selfossi fram að helgi. Veðrið hefur ekki unnið með okkur eins og vonast var til og því var þessi ákvörðun tekin.Sem fyrr hvetjum við fólk til að fylgjast með tilkynningum um nýja tímasetningu á heimasíðu og .