18.11.2015
Stelpurnar mættu vel skipuðu liði HK í gærkvöldi og þrátt fyrir að Selfoss sé nokkuð ofar í deildinni var nú svo sem vitað að fráleitt yrði um auðveldan leik að ræða.HK stelpur spiluðu gríðarlega öflugan varnarleik og má segja að þær hafi verið fastar fyrir í aðgerðum sínum og tók það Selfoss nokkurn tíma að komast í takt við gang leiksins, þó var aldrei mikill munur á liðunum, þetta eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 12-11.Í seinni hálfleik færðist aukinn kraftur í sóknarleik Selfoss og náðu stelpurnar góðri forystu, einnig fyrir tilverknað Áslaugar í markinu sem átti frábæran dag.
18.11.2015
Um helgina fóru þrír keppendur frá Taekwondodeild Selfoss til keppni á Nurtzi Open 2015, Nurmijärvi í Finnlandi en mótið er haldið af einum að félögunum sem standa að Team Nordic.Gunnar Snorri Svanþórsson vann til gullverðlauna og var kosinn keppandi mótsins um helgina.
17.11.2015
Einar Jónsson þjálfari U-20 ára landsliðs Íslands hefur valið til æfinga. Selfoss á flesta fulltrúa allra félaga í þessu landsliði, sem er ánægjuefni og ber óneitanlega því góða uppbyggingarstarfi sem fram fer hjá handknattleiksdeild og handboltaakademíu vitni.Fulltrúar okkar eru: Elene Elísabet Birgisdóttir, Perla Ruth Alberstdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir.Afrekshópur kvennaÞá hefur Selfyssingurinn Kristrún Steinþórsdóttir verið valin í sem æfir vikuna 22.-29.
16.11.2015
Blandað lið Selfoss hafnaði í sjötta sæti af átta liðum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór á Íslandi um helgina.
16.11.2015
Stelpurnar okkar lutu í gólf í hörkuleik gegn Stjörnunni í Olís-deildinni á laugardag.Selfoss byrjaði leikinn af krafti en smá saman náði Stjarnan yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 17-13.
15.11.2015
Selfossdrengir sýndu svo sannarlega hvað í þá er spunnið þegar topplið 1. deildar kom í heimsókn í Vallaskóla sl. föstudag. Stjarnan sat á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla leiki sína.Selfyssingar komu hrikalega kraftmiklir í þennan leik og hreinlega keyrðu yfir illa áttað lið Garðbæinga.
13.11.2015
Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar fólki. Um helgina munu Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Dagný María Pétursdóttir keppa á Paris open sem er svokallað G-klassa mót þ.e.
13.11.2015
Ungmennafélag Íslands veitir ungu fólki sem hyggur á nám við Lýðháskóla í Danmörk styrk fyrir námsárið 2015-2016.
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfsamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við Lýðháskóla í Danmörku.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.