Teitur Örn í Þýskalandi með U-18

Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Tap gegn Haukum

Selfossstelpur mættu liði Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla í dag.  Í fyrri leik þessara liða í haust hafði Selfoss sigur á útivelli 24-26, síðan hafa Haukar styrkt lið sitt nokkuð.Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 1-4 forystu en Selfoss náði að jafna 5-5.  Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og leiddu Selfossstelpur í leikhléi 15-14.Síðari hálfleikur byrjaði verulega illa og keyrðu Haukar upp hraðann og náðu auðveldum mörkum þar sem vörn og þ.a.l.

Flugeldasala á þrettándagleði

Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 10. janúar. Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti.Kennt er í tveimur hópum.Hópur 1 - Klukkan 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2013 og 2014. Hópur 2 - Klukkan 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010-2012.Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir grunnskólakennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Skráning á staðnum frá klukkan 9:30.

Þrettándagleðin á Selfossi verður laugardag 9. janúar

Ákveðið hefur verið að þrettándagleðin á Selfossi verði laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið.

Egill á OTC í Mittersill

Í gær fór Egill Blöndal ásamt fimm öðrum íslenskum júdómönnum til Austurríkis í OTC (Olympic Trainings Camp) æfingabúðirnar í og mun æfa þar næstu fimm daga tvisvar á dag ásamt mörgum bestu júdómönnum heims en þetta eru öflugustu æfingabúðirnar ár hvert á vegum EJU.Þátttaka okkar manna er meðal annars undirbúningur þeirra fyrir sem haldið verður 23.

Áramótamót í frjálsum

Síðasta frjálsíþróttamót liðins árs var haldið á Selfossi 28. desember sl. og nefndist Áramótamót Selfoss. Sagt var frá þessu á .Á mótinu voru sett nokkur HSK met og skemmtilegt að segja frá því að mæðgur settu HSK met á mótinu.

Steinunn Hansdóttir til liðs við Selfoss

Kvennalið Selfoss hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handknattleik því landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur samið við félagið.Steinunn gekk í raðir SønderjyskE frá Skandeborg síðasta sumar.

Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.