Glæsilegt Brúarhlaup Selfoss

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum.

Forskráningu í fimleika lýkur í dag

Vekjum sérstaka athygli á að forskráningu í fimleika fyrir veturinn 2014-2015 lýkur á miðnætti í kvöld.Einungis er um forskráningu að ræða svo á eftir að raða börnunum í hópa og finna þeim æfingatíma.

Glæsilegu Olísmóti lokið

Nú fyrir skömmu lauk glæsilegu Olísmóti á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Það var mikið líf og fjör hjá nærri 400 strákum á vellinum alla helgina enda skoruð hvorki fleiri né færri en 816 mörk í 192 leikjum á mótinu.Allar upplýsingar um mótið eru á auk þess sem myndir frá mótinu má finna á .

Sumar Selfossi hjá Umf. Selfoss

Ungmennafélag Selfoss tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá dagskráliði sem Umf.

Innanfélagsmót Selfoss

Innanfélagsmót Selfoss í frjálsíþróttum verður haldið á Selfossvelli þriðjudaginn 12. ágúst og hefst kl. 18:30.Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í 100 m hlaupi, langstökki, kringlu og sleggju auk þess sem keppt verður í sleggjukasti í flokki 15 ára stúlkna.Mótið er opið og því allir velkomnir.

Selfyssingar kjöldregnir

Selfyssingar fengu HK í heimsókn á JÁVERK-völlinn á Selfossi í gær. Eftir góðan sigur í seinasta leik áttu stuðningsmenn Selfyssinga von á spennandi og skemmtilegum leik.

Skiptur hlutur hjá stelpunum

Selfoss gerði jafntefli við Aftureldingu á JÁVERK-vellinum í Pepsi-deildinni í gær þar sem hvort lið skoraði sitt markið.Það var Erna Guðjónsdóttir sem kom Selfyssingum yfir eftir korter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu en Afturelding jafnaði áður en fyrri hálfleikur var úti.

Olísmótið hefst á morgun

Um helgina fer Meistaradeild Olís í knattspyrnu fram á JÁVERK-vellinum. Þetta er í tíunda skiptið sem Knattspyrnudeild Umf. Selfoss heldur mótið sem gengur undir nafninu Olísmótið.

Selfoss óskar eftir fimleikaþjálfurum

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir fimleikaþjálfurum til starfa á komandi æfingatímabili.Fimleikadeild Selfoss er með um 400 iðkendur á aldrinum 4-20 ára.

Meistaraverksmiðjan Team Nordic

Hinn 1. ágúst síðastliðinn fóru sex einstaklingar frá Íslandi á æfingabúðir Team Nordic, sem haldnar eru í Split í Króatíu. Af þessum sex einstaklingum eru þrír frá Taekwondodeild Umf.