15.06.2014
Miðvikudaginn 11. júní síðastliðinn fór árlegt Vormót ÍR í frjálsíþróttum fram á Laugardalsvelli. Mótið var jafnframt þriðja mótið í mótaröð Prentmet og FRÍ 2014.
13.06.2014
Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Þorlákshöfn 3. júní sl. 20 keppendur frá þremur liðum tóku þátt og voru skráningar 48 talsins.Baldur Þór Bjarnason krækti í eina Héraðsmeistaratitil Selfyssinga að þessu sinni þegar hann synti 100 m skriðsund á 1:14,56 mín.Hamar vann stigakeppni félaga með 87 stig, Selfoss varð í öðru sæti með 35 stig og Dímon varð í þriðja með 27 stig.
12.06.2014
Á stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn verður í dag, fimmtudag mun stjórn UMFÍ taka ákvörðun um hvar Landsmót UMFÍ 50+ árið 2016 og Unglingalandsmót UMFÍ árið 2017 verða haldin.Þrjú sveitarfélög á sambandsvæði HSK höfðu samband við stjórn HSK nokkru fyrir umsóknarfrest og sýndu áhuga á því að fá til sín mót og koma að umsókn með HSK um að halda umrædd mót.
12.06.2014
Norðurlandamótið í júdó 2014 fór fram í Finnlandi helgina 24. til 25. maí og fór stór hópur keppenda frá Íslandi á mótið. Sendir voru 23 íslenskir keppendur í flokkum undir 18 ára, undir 21 ára, kvennaflokkum og fullorðinsflokki.Frá Selfossi fóru fjórir keppendur, Þór Davíðsson, Egill Blöndal ríkjandi Norðurlandameistari í undir 18 ára, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson. Egill Blöndal sem varð Norðurlandameistari 2013 í flokki undir 18 ára keppti nú í nýjum flokki eða undir 21 árs og var því á fyrsta ári í sínum flokki. Egill stóð sig að vanda frábærlega og barðist til úrslita í -90 kg flokki en varð að sætta sig við annað sæti á minnsta mögulega mun.Nokkuð bar á því að dómarar dæmdu með nokkuð öðrum hætti en okkar menn eru vanir og töpuðust glímur þess vegna.Þór Davíðsson var öflugur að vanda og náði góðum árangri 3.
11.06.2014
Fyrsta umferðin af fimm í Íslandsmótinu í mótokross fer fram í braut Mótokrossdeildar Umf. Selfoss í Hrísmýri á laugardag. Fyrsti flokkur verður ræstur kl.
11.06.2014
Stelpurnar okkar unnu í gær frábæran sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Lokatölur urðu 2-3 eftir æsispennandi lokamínútur.Breiðablik hafði nokkra yfirburði í upphafi leiks en upp úr miðjum hálfleiknum tóku Selfyssingar öll völd á vellinum.
11.06.2014
30. íþróttahátíð HSK verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 15:00. Keppt verður í frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri.
10.06.2014
Kvennalið Selfoss heimsækir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 19:15 í kvöld.Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er frítt inn fyrir alla, börn og fullorðna, í boði Deloitte.
10.06.2014
Selfoss er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Skagakonum sl. föstudag. Mörk Selfyssinga komu hvort í sínum hálfleiknum og voru það landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoruðu mörkin. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í fjórðungsúrslit í bikarnum.Ítarleg umfjöllun um bikarleikinn er á vef .Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslitum og mætir Selfoss ÍBV á JÁVERK-vellinum föstudaginn 27.
10.06.2014
Í gær unnu strákarnir okkar öruggan 3-0 sigur á Tindastóli í 1. deildinni. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi enda fór svo að öll mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum.