25.06.2021
Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20. Hólmfríður er uppalin í Eyjum og spilaði með ÍBV á síðasta tímabili. Þá hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.
23.06.2021
Lið HSK/Selfoss sigraði örugglega í stigakeppni Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára sem fram fór á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina 19.-20.
22.06.2021
Selfoss missti toppsæti Pepsi Max deildarinnar í gær en liðið varð að sjá á eftir toppsæti deildarinnar til Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin mættust á Selfossvelli í gær.
21.06.2021
Það er óhætt að segja að áhorfendur í Mosfellsbæ hafi fengið mikið fyrir peninginn þegar Afturelding og Selfoss mættust í Lengjudeildinni á föstudag.
21.06.2021
Hornamaðurinn örvhenti Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Alexander er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið um árabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára og var með stórt hlutverk í liðinu þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst.Deildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við félagið og verður hann áfram einn af lykilmönnum liðsins.
16.06.2021
Fimleikadeild Selfoss heldur árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson. Vegna samkomutakmarkanna var ákveðið að skipta iðkendum deildarinnar upp í þrjá aldurshópa og halda uppskeruhátíð í formi æfingar með breyttu sniði í Baulu, æfingahúsnæði fimleikadeildarinnar.
16.06.2021
Þau Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Roberta er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, en var frá á síðasta tímabili vegna meiðsla. Þar áður lék hún í þýsku fyrstu deildinni með liði Neckarsulmer SU.Karolis er 30 ára skytta sem spilaði með Þór á Akureyri í vetur, en einnig hefur hann leikið með Aftureldingu, Víking og Akureyri á Íslandi.Bæði hafa þau leikið töluvert fyrir landslið Litháen og bæði hafa þau spilað með vinaliði okkar í Litháen, Dragunas frá Klaipeda. En Karolis spilaði með Dragunas þegar Selfoss mætti þeim í Evrópukeppninni haustið 2018.Það er því ljóst að að þau eru góð viðbót við meistaraflokkana okkar. Við bjóðum þau bæði tvö hjartanlega velkomin á Selfoss. Mynd: Roberta Ivanauskaitė og Karolis Stropus
Umf.
13.06.2021
Eyjamaðurinn Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV.
11.06.2021
Selfyssingar steinlágu fyrir Fram þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í gær.Fram komst yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik og eftir það sáu heimamenn aldrei til sólar í leiknum.
10.06.2021
Íslandsmót í 5. flokki kvenna fór fram á Selfossi um seinustu helgi. Þar var margt um manninn og mikið um góð tilþrif. Deildar- og Íslandsmeistarar voru krýndir eftir flottan vetur hjá stelpunum.---Á laugardagskvöldinu var síðan blásið til stjörnuleiks, þar sem landsliðið mætti pressuliðinu, sem hafði sigur úr býtum.
Ljósmynd: Umf.