Glæsilegur árangur á Íslandsmótinu í hópfimleikum

Um helgina fór fram Íslandsmót í hópfimleikum á Akranesi þar sem keppt var í A deild í öllum flokkum. Fimleikadeild Selfoss átti sex lið á mótinu í sex flokkum.

Selfoss kom, sá og sigraði á Norðurlandamóti

Á Selfossi hefur verið öflugt rafíþróttastarf undanfarin misseri. Þrátt fyrir að deildin hafi ekki verið lengi starfandi er óhætt að segja að starfið hafi farið vel af stað, enda árangurinn eftir því.

Íslandsmeistarar í 6. flokki

Stelpurnar á yngra ári í 6. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með því að vinna alla sína leiki á lokamóti tímabilsins sem fram fór á Akureyri fyrstu helgina í júní.

Sumartilboð Jako

Miðvikudaginn 9. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júnímánaðar eru þau Ingibjörg Lilja Helgadóttir og Hafsteinn Ingi Magnússon.   Hafsteinn og Ingibjörg eru bæði í 7. flokki Selfoss og hafa verið mjög dugleg að æfa í byrjun sumars. Bæði leggja þau sig mikið fram og eru dugleg á æfingum og í leikjum, en þau spiluðu saman í liði á JAKOmótinu á Selfossi helgina 5.-6.

Svekkjandi tap Selfyssinga í Eyjum

Selfoss situr enn í toppsæti Pepsi Max deildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap í Vestmannaeyjum á laugardag.Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og kom Brenna Lovera gestunum yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Barbáru Sól Gísladóttur strax á 2.

Tímabilinu lokið eftir spennuþrungna leiki gegn Stjörnunni

Selfoss féll úr leik á Íslandsmótinu í handknattleik með minnsta mun eftir spennuþrungna viðureign gegn lærisveinum Patreks Jóhannessonar í Stjörnunni á föstudag.

Fjögur gull á Íslandsmóti

Góður árangur náðist á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var laugardaginn 29. maí. Þar voru mættir sextíu keppendur frá sjö félögum, þar af voru sex keppendur frá júdódeild Selfoss og kepptu þrír þeirra í bæði U18 og U21.Keppnin var jöfn og spennandi og mikið var um glæsileg tilþrif.

Þrír Selfyssingar í U19

Þrír Selfyssingar eru í U19 ára landsliði Íslands sem mætir Færeyjum í júní.Jón Vignir Pétursson leikmaður Selfoss var valinn í hópinn í fyrsta skiptið ásamt því voru þeir Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson valdir í þetta verkefni.

Sigur í fyrri leiknum í Garðabæ

Selfyssingar héldu upp á 85 ára afmæli Ungmennafélagsins með því að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.  Þetta var fyrri leikur af tveim gegn Stjörnunni og endaði með tveggja marka sigri Selfyssinga, 24-26.Ljóst var frá fyrstu mínútu að hart yrði barist í þessum leik, tvö lið tilbúin í úrslitakeppni.  Góðar varnir og lítið skorað í upphafi.  Jafnt var á flestum tölum þar til nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar tóku leikinn til sín og komust þrem mörkum yfir áður en Stjarnan minnkar muninn fyrir hálfleik í tvö mörk, 10-12.  Meiri hraði var í upphafi síðari hálfleiks og héldu Selfyssingar frumkvæðinu í leiknum og komu muninum í þrjú til fögur mörk.  Stjörnumenn tóku áhlaup og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar þrjár mínútur áttu eftir af leiknum.  Selfyssingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í kvöld og lönduðu sigri, 24-26.Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Hergeir Grímsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Ragnar Jóhannsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1 og Gunnar Flosi Grétarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (38%).Seinni leikurinn verður spilaður í Hleðsluhöllinni á föstudaginn kl 18.00 og er samanlögð markatala úr leikjunum tveimur sem ráða úrslitum.