Selfoss úr leik í bikarnum

Knattspyrnusumarið hófst formlega á laugardag þegar Selfoss tók á móti Kórdrengjum í stórleik 1. umferðar Mjólkurbikarsins.Gestirnir unnu 0-1 sigur á Selfossi.

Fimm marka sigur í fyrsta leik eftir hlé

Boltinn er byrjaður að rúlla að nýju og af því tilefni tók Selfoss á móti ÍR í Hleðsluhöllinni. Selfoss byrjaði leikinn betur og var staðan orðin 3-0 eftir tæplega þriggja mínútna leik.  Í stuttu máli þá héldu Selfyssingar forystunni meira og minna allan leikinn.  ÍR náði þó að jafna í stöðunni 7-7 en Selfoss átti góðan sprett undir lok fyrri hálfleiks og leiddu Selfyssingar með fjórum mörkum í leikhléi, 13-9.

Mjólkurbikarinn

Laugardaginn 24. apríl hefst knattspyrnusumarið formlega þegar Selfoss tekur á móti Kórdrengjum í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn.

Fréttabréf UMFÍ

Jöfn glíma hjá Agli á EM

Evrópumeistarmótið í júdó fór fram um helgina í Lissabon í Portúgal. Tveir Íslendingar kepptu á mótinu, Árni Lund í -81 kg flokki og Selfyssingurinn Egill Blöndal í -90 kg flokki.Egill mætti Milan Randl í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð.

Atli Ævar framlengir

Línumaðurinn knái Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Atli, sem er 32 ára Akureyringur, gekk til liðs við Selfoss árið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í meistaraflokki karla.

Staða Íþróttastjóra Handknattleiksdeildar laus til umsóknar

Íþróttastjóri er starfsmaður á skrifstofu Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og starfar undir stjórn handknattleiksdeildar og í samráði við unglingaráð deildarinnar.

Markmenn Selfoss í Rinat hanska

Knattspyrnudeild Selfoss og Rinat á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning. Markmenn Selfoss verja markið í Rinat hönskum. Kíktu á og nældu þér í par.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Fréttabréf UMFÍ