07.03.2021
Stelpurnar lögðu Víking í Grill 66 deild kvenna í dag, 25-23.Stelpurnar mættu einbeittar til leiks og tóku frumkvæðið strax í upphafi.
05.03.2021
Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri. Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik. Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn. Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13. Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan. Á 45.
04.03.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá fimmtudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir,
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.
03.03.2021
Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.
03.03.2021
Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi. Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann. Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla. Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn. Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19.
02.03.2021
Leikmenn marsmánaðar eru Davíð Bogi Sigmundsson og Alexía Björk Þórisdóttir.
Davíð Bogi er í 6. flokki karla og hefur æft vel síðustu mánuði, hann hefur verið að bæta sig mikið tæknilega og stendur sig mjög vel.
Alexía Björk er í 3.
02.03.2021
Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir,
Fimleikadeild Umf.
01.03.2021
Selfyssingar unnu eins marks sigur á Stjörnunni í gær í háspennuleik í Hleðsluhöllinni, 29-28. Þar með er liðið komið upp í 3.
01.03.2021
Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið á Selfossi helgina 13.-14. febrúar. Fimleikadeild Selfoss sendi sjö lið á mótið og var árangur þeirra einkar glæsilegur.Í 5.
28.02.2021
Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni/Fylki í Grafarvogi í Grill 66 deildinni í dag, 20-17.Segja má að mjög slæm byrjun hafi verið banabiti Selfyssinga í þessum leik í Dalhúsum. Eftir um fimmtán mínúntur voru gestgjafarnir komnir með 7 marka forystu, 9-2. Selfyssingar gerðu smá áhlaup og minnkuðu muninn aðeins, en heimastúlkur náðu að forystunni fljótt aftur og staðan í hálfleik 13-5. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Selfyssingar náðu að þétta vörnina, en fóru á köflum illa með boltan þegar sótt var hratt. Þegar um tólf mínútur voru eftir komu Fjölnir/Fylkir muninum aftur í 8 mörk 20-12. Það reyndist síðasta mark þeirra í leiknum, en munurinn reyndist Selfyssingum óyfirstíganlegur á endanum. Lokatölur 20-17. Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2/2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12 (37%), Lena Ósk Jónsdóttir 1 (100%).Næsti leikur er gegn Víkingum eftir viku í Hleðsluhöllinni!Mynd: Elín Krista var markahæst í dag með fjögur mörk.
Sunnlenska.is / GK