08.01.2012
Selfoss 2 í 3. flokki karla vann KR-inga í dag 25-22 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Sigurinn er sá þriðji hjá liðinu í fimm leikjum og liðið á góðri stefnu í deildinni.Selfoss náði strax undirtökunum í leiknum og munurinn á bilinu 2-3 mörk lengst af í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náði Selfoss mest fimm marka forskoti en KR-ingar náðu að saxa forskotið niður í 2 mörk undir lok leiks.
08.01.2012
A- og B-liðin í 4. flokki karla mættu toppliðunum í deildunum í gær. Bæði lið þurftu að sætta sig við töp eftir að hafa verið í ágætum möguleika á að ná meiru út úr leikjunum.
06.01.2012
Stjörnumenn úr Garðabæ sóttu okkar drengi heim í gærkvöld og fóru tómhentir heim að lokinni heimsókn þeirri. Selfoss hafði yfir 16-15 í hálfleik og hafði að lokum öruggan sigur, 37-28.
05.01.2012
Það má vel segja það að jólin hafi aðeins setið í stelpunum því að þær náðu ekki alveg að spila jafn vel og þær enduðu síðasta ár.
05.01.2012
Meistaraflokkur kvenna á Selfossi var stofnaður haustið 2008. Margar „eldri" kempur mættu á stofnfund ásamt yngri stelpum og þeim sem voru að stíga upp úr 2.
04.01.2012
Í tilefni þess að taekwondodeild er að taka í notkun nýjan taekwondosal er öllum sem vilja boðið að koma og skoða nýja salinn og fylgjast með fyrstu æfingunni, en hún verður miðvikudaginn 4.
04.01.2012
Júdóæfingar eru hafnar að fullum krafti samkvæmt stundaskrá. Æfingarnar fara fram í nýja júdósalnum í Sandvíkurskóla. Byrjendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir.
04.01.2012
Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki hefjast aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 11. janúar. Æfingar eru í Iðu kl. 17:15-18:00 fyrir stráka og stelpur fædd 2006 og 2007.
03.01.2012
Vegna kulda og jólafrís hefur ekki náðst að þýða klaka af gervigrasvellinum. Iðkendur í knattspyrnu eru því beðnir að fylgjast með á bloggsíðum sinna flokka varðandi æfingar næstu daga.
03.01.2012
HSK-mótin í frjálsum íþróttum í flokkum 11 ára og eldri fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í janúar. Er þetta í þriðja sinn sem HSK-mótin fara þar fram.