Teitur Örn æfir með U-18

Hægri skyttan Teitur Örn Einarsson er í 22 manna hópi sem kemur saman til æfinga 9.-12. júní nk. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason.

Eva í ungmennaráði HSK

Á dögunum kom ungmennaráð HSK saman til fyrsta fundar, en ungmennaráð  hefur ekki áður verið starfandi innan sambandsins. Eva Þórisdóttir situr í ráðinu fyrir hönd Umf.

Yfirburðir Selfyssinga á Ísafirði

Ísafjarðarmótið hjá strákunum á yngra ári í 5. flokki fór fram um helgina og gekk gríðarlega vel.Selfoss 1 hélt uppteknum hætti og sigraði alla leiki sína á mótinu og unnu Vestfjarðarbikarinn sem er ansi veglegur.

Rúmlega hundrað hlauparar í Grýlupottahlaupinu

Góð þátttaka var í fjórða  Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli á laugardaginn 7. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náðu Unnur María Ingvarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir en þær hlupu báðar á 3:18 mín. Hjá strákunum var það Benedikt Fadel Faraq sem hljóp á 2:54 mín.Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef .Athygli er vakin á því að ekki er hlaupið um Hvítasunnuhelgina en fimmta hlaup ársins fer fram nk.

Tvöfaldur sigur hjá strákunum í 4. flokki

Fyrir rétt um hálfum mánuði léku drengir á eldra ári í 4. flokki til B-úrslita. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu eftir bráðabana í vítakastkeppni að loknum venjulegum leiktíma og tveimur framlengingum.

Jón Daði með Íslandi á EM

Jón Daði Böðvarsson er einn 23 leikmanna sem Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, völdu í landsliðshópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.

Árni Steinn og Einar snúa heim á Selfoss

Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss á laugardag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili.Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjöunda sinn á HSK svæðinu í sumar. Að þessu sinni er hann á Selfossi 12.-16. júní í samstarfi við frjálsíþróttaráð HSK.

Elvar Örn og Hrafnhildur Hanna leikmenn ársins

Fjöldi viðurkenninga var veittur á glæsilegu lokahófi handboltamanna sem fram fór á Hótel Selfossi á laugardag. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins en þau voru jafnframt markahæstu leikmenn Selfoss á tímabilinu.Varnarmenn ársins voru Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Kristrún Steinþórsdóttir, sóknarmenn ársins voru Teitur Örn Einarsson og Adina Ghidoarca, efnilegust voru Teitur Örn og Elena Elísabet Birgisdóttir og baráttubikarinn hlutu Rúnar Hjálmarsson og Perla Ruth Albertsdóttir.

Sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins

Strákarnir okkar unnu fyrsta leik sumarsins í Inkasso-deildinni þegar þeir lögðu Leikni frá Fáskrúðsfirði að velli 3-2 á JÁVERK-vellinum á laugardag.