21.Grunnskólamót Árborgar 28.maí

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttumGrunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 21.sinn þriðjudaginn 28.mai 2019.

Eins marks tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði naumlega gegn Haukum í leik tvö í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld, 26-27.

Örn áfram með kvennaliðið

Örn Þrastarson mun halda áfram sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik, en hann endurnýjaði samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum.   Örn hefur verið viðloðandi handboltann á Selfossi alla sína tíð og hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár, en liðið náði ekki að halda sæti sínu í Olísdeildinni á næsta ári.

Fjórir Selfyssingar á Smáþjóðaleikana

Það verða að minnsta kosti fjórir Selfyssingar meðal keppenda á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1.

Selfoss komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu

Selfoss vann fyrsta leik sinn gegn Haukum í Schenkerhöllinni í úrslitaeinvíginu og er því komið 1-0 yfir. Leikurinn endaði 22-27 Selfoss í vil.Haukar höfðu frumkvæðið á upphafsmínútunum en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu Selfyssingar frábærum 1-6 kafla þar sem þeir breyttu stöðunni úr 5-3 í 6-8.

Erum með bestu stuðningsmenn á landinu

Það er ljóst að Selfyssingar munu keppa við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn eftir að Haukar unnu ÍBV í oddaleik á laugardaginn. Haukarnir enduðu í fyrsta sæti í deildinni og eiga því heimavallaréttinn í einvíginu.

Æfingar í mótokross hefjast í lok maí

Æfingar hefjast hjá okkur í lok maí, þær verða með svipuðu sniði og undarfarin ár, það verður skipt í eldri og yngri hóp.Guðbjartur Magnússon mun kenna eldri hópnum, og verða þær æfingar mánudaga og miðvikudaga frá kl.18:30-20.30.

Fyrstu stigin í höfn

Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið sótti HK/Víking heim í Kórinn í Kópavogi.

Stelpurnar í 6.flokk komnar í efstu deild

Um helgina fór fram 6.flokks mót á Akureyri. Þar vann 6. flokkur kvenna eldri alla sína leiki og eru þar með komnar í efstu deild. Aldeilis flottur árangur hjá stelpunum fyrir norðan.Áfram Selfoss!.

Seinni hluta Íslandsmóts unglinga í hópfimleikum lokið

Dagana 11. - 12. maí fór seinni hluti Íslandsmóts unglinga fram, í umsjá Aftureldingar í Mosfellsbæ. Selfoss átti 2 lið sem kepptu á laugardeginum, eitt lið í 3.