23.02.2021
Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Taekwondodeild Umf.
22.02.2021
Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar. Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum. Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks. Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil. Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð. Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk.
Umf.
22.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss er stöðugt að reyna að bæta þjónustu sína við iðkendur, foreldra og samfélagið. Okkur langar að biðja ykkur um að taka þátt í stuttri netkönnun sem er liður í vinnu deildarinnar um stefnumótun og framtíðarsýn.
22.02.2021
Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars klukkan 18:15.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Sunddeild Umf.
22.02.2021
Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars klukkan 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Júdódeild Umf.
21.02.2021
Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu.
21.02.2021
Selfyssingar töpuðu gegn Haukum í hörkuleik á föstudagskvöldið með fimm mörkum, 25-20, að Ásvöllum.Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og góð vörn í fyrirrúmi.
17.02.2021
Elfar Ísak Halldórsson er genginn aftur í raðir Selfyssinga eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðustu tvö tímabil. Elfar er fæddur árið 2002.
16.02.2021
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 8. apríl, föstudaginn 9. apríl og laugardaginn 10. apríl. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:00 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 15:45 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 11:30 námskeið 4 (um 2-4 ára börn)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.