30.06.2016
Stelpurnar okkar lyfti sér upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sannfærandi 2-0 sigri gegn FH á heimavelli í gær. Það voru Lauren Hughes og Magdalena Anna Reimus sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss hefur níu stig í fjórða sæti deildarinnar eftir sex umferðir.
28.06.2016
Arna Kristín Einarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.Arna Kristín kemur til liðs við Selfoss frá KA/Þór þar sem hún hefur spilað síðustu ár.
28.06.2016
Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli um helgina í umsjón ÍR-inga. Ágætis þátttaka var á mótinu og árangur ágætur sömuleiðis.HSK/Selfoss mætti ekki aðeins með fjölmennasta liðið heldur einnig það harðsnúnasta og sigraði stigakeppni félaga með miklum yfirburðum.
27.06.2016
Stelpurnar okkar fengu heldur betur útreið á lokamínútunum í leik gegn KR í seinustu umferð Pepsi-deildarinnar. Heimakonur í KR komu til baka úr stöðunni 1:3 og skoruðu þrjú mörk á síðustu 11 mínútum leiksins.Lauren Elizabeth Hughes kom Selfyssingum tvívegis yfir, fyrst á 9.
27.06.2016
Selfyssingar sóttu afar mikilvægt stig til Grindavíkur í seinustu umferð Inkasso-deildarinnar þegar Ingi Rafn Ingibergsson skoraði jöfnunarmark okkar stráka þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar eru í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö umferðir og taka á móti toppliði KA á JÁVERK-vellinum á fimmtudag kl.
24.06.2016
Aldursflokkamót HSK var haldið í Þorlákshöfn um seinustu helgi en mótið er ætlað 11-14 ára börnum. Níu félög sendu keppendur til leiks og keppendur voru 84 talsins.Stigakeppni félaga fór þannig að Umf.
23.06.2016
Stjórnarmenn handknattleiksdeildar Selfoss sáu sér leik á borði og tryggðu Selfoss áframhaldandi samning við Teit Örn Einarsson fyrir komandi keppnistímabil í Olís-deildinni.
20.06.2016
Handboltaskóli Umf. Selfoss fór vel af stað í seinustu viku og tóku hátt í 40 krakkar þátt í fyrstu vikunni af þrem. Næstu vikur handboltaskólans verða 4.-8.
17.06.2016
Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið. Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi. Þetta eru þau:Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn.
Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur.
Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14).
Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.---Systkinin f.v.
16.06.2016
Fimleikadeild Umf. Selfoss verður með blöðrusölu í tjaldinu í miðbæjargarðinum á 17. júní. Tjaldið opnar klukkan 11 og hægt að nálgast blöðrur strax þá.