26.08.2021
Þrjú héraðsmet voru sett á Selfossleikunum í frjálsum íþróttum sem fram fóru á Selfossi þann 17. ágúst síðastliðinn.Metin féllu öll í 300 m grindahlaupi en Helga Fjóla Erlendsdóttir, Garpi, sigraði í flokki 12 ára stúlkna á 53,97 sek og í flokki 11 ára stúlkna sigraði Adda Sóley Sæland, Selfossi, á 61,04 sek.Þær bættu þar með níu ára gömul met Helgu Margrétar Óskarsdóttur, Selfossi, sem átti metin í báðum flokkunum.
25.08.2021
Selfoss vann frábæran sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.
24.08.2021
Fimleikadeild Selfoss leitar eftir umsjónarmanni við íþróttaskóla deildarinnar. Íþróttaskóli deildarinnar á sér langa sögu og er afar vel sóttur af börnum á aldrinum 0-5 ára og foreldrum þeirra.
24.08.2021
Örn Þrastarson hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Staða íþróttastjóra er ný innan deildarinnar og tekur yfir allt faglegt starf hennar ásamt yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félagsins og stjórn handknattleiksakademíu deildarinnar.
23.08.2021
Haukar sigruðu Fram í úrslitaleik Ragnarsmóts karla, en mótinu lauk á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 4. sæti eftir tap gegn ÍBV.
22.08.2021
Æfingar hjá handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefjast í dag, mánudag. Skráning iðkenda fer fram á selfoss.felog.is.
18.08.2021
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 19. ágúst, föstudaginn 20. ágúst og laugardaginn 21. ágúst. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:00 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 15:45 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 11:30 námskeið 4 (um 2-4 ára börn)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
17.08.2021
Hið árlega Ragnarsmót karla og kvenna fer fram frá 17. - 27. ágúst. Það þekkja þetta allir, enda mótið haldið nú í 33. skipti.
16.08.2021
Selfyssingar unnu frábæran sigur á Grindavík þegar liðin mættust í 16. umferð Lengjudeildarinnar á JÁVERK-vellinum á föstudag.
12.08.2021
Skráning í fimleika er hafin fyrir veturinn 2021–2022 á selfoss.felog.is. Skráning er opin til 30. ágúst. Tekið er við skráningu barna fædd 2017 og fyrr.Skráning í íþróttaskólann fyrir börn 0-5 ára verður auglýst síðar.Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á .