Stelpurnar niður í fimmta sæti

Selfyssingum skrikaði fótur í Pepsi Max deildinni í gær þegar liðið lá fyrir Stjörnunni á útivelli 2-1.Selfoss tók forystuna eftir stundarfjórðung þegar Caity Heap smellti boltanum upp í samskeytin.

Tap gegn Íslandsmeisturunum

Selfoss tapaði á útivelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardag.Breiðablik marði lið Selfoss. Selfoss fékk kjörið tækifæri til að komast yfir á 19.

Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sínum við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel bæði með meistaraflokki og U-liðinu síðastliðin tímabil.  Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við liðið og verður gaman að fylgjast með honum og strákunum í Olísdeildinni í vetur.Alexander Hrafnkelsson verður hluti af öflugu markmannsteymi Selfoss í vetur. Umf.

Geggjaður sigur fyrir vestan

Selfyssingar sóttu þrjú afar mikilvæg stig þegar liðið sigraði Vestra í Lengjudeildinni á laugardag. Leikið var á Ísafirði og flaug liðið fram og til baka í leikinn.Fyrri hálfleikur liðsins var að mörgu leyti nokkuð lokaður og færin létu á sér standa.

Fréttabréf UMFÍ | Unglingalandsmóti frestað

Susanna Friedrichs í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við varnarmanninn Susanna Friedrichs og gildir samningurinn út leiktíðina 2022.Friedrichs, sem er 23 ára, er bandarísk með þýskt vegabréf og lék með liði VCU Rams í bandaríska háskólaboltanum en eftir útskrift samdi hún við FC Slovácko í efstu deild í Tékklandi og lék þar á síðustu leiktíð.„Þetta er leikmaður sem hefur verið að spila stöðu bakvarðar og kantmanns bæði hægra og vinstra megin og það er látið mjög vel af henni, þannig að við erum spennt að fá hana til liðs við okkur á lokasprettinum.

Fréttabréf ÍSÍ | Ólympíuleikarnir

Stig á heimavelli hjá stelpunum

Selfoss náði í stig á heimavelli í gegn Þór/KA í Pepsi Max deildinni í gær en liðin gerðu 1:1 jafntefli.Gestirnir voru fyrri til að skora með glæsilegu skoti á 34.

Selfoss til Tékklands í fyrstu umferð Evrópubikarsins

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta tékkneska liðinu KH ISMM Koprivnice í fyrstu umferð Evrópubikarsins (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í dag í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

Alexander Adam sigraði í unglingaflokki

Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram á Akureyri þann 10. júlí í blíðskaparveðri.Alexander Adam Kuc tók þátt í tveimur flokkum, sigraði í unglingaflokki og lenti í þriðja sæti í MX2.