08.04.2015
Í tilefni af því að úrslitakeppnin í handbolta er hafin og knattspyrnusumarið er handan við hornið langar okkur að vekja athygli á fánadögum Ungmennafélags Selfoss.Umf. Selfoss langar í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga á Selfossi að skapa góða og skemmtilega „Flöggum fyrir Selfossi“ stemningu í bænum þegar meistaraflokkar okkar í handbolta og knattspyrnu keppa á heimavelli sem og þegar stærri viðburðir á vegum allra deilda félagsins fara fram. Við bjóðum öllum fyrirtækjum og einstaklingum á Selfossi að taka þátt með því að kaupa sérstakan ÁFRAM SELFOSS fána á kr.
08.04.2015
Það er glæsilegur hópur ungra knattspyrnuiðkenda sem hefur mætt á morgunæfingar á vegum Knattspyrnuakademíunnar seinustu vikur. Glæsilegir krakkar sem leggja mikið á sig til að taka framförum í sinni íþrótt.
06.04.2015
Selfyssingar lágu fyrir deildar- og bikarmeisturum Gróttu í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildarinnar á Seltjarnarnesi í kvöld.Jafnræði var með liðunum fyrri hluta fyrri hálfleiks en Grótta náði góðum kafla um miðbik hálfleiksins og náði fjögurra marka forystu og leiddi í hálfleik 14:10.Munurinn jókst enn frekar í upphafi seinni hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var Grótta komin með tíu marka forskot.
06.04.2015
Þrír leikmenn Selfoss eru í U19 landsliði Íslands sem leikur í milliriðli EM, dagana 4.-9. apríl. Þetta eru f.v. Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.
05.04.2015
Guðmunda Brynja Óladóttir var í sigurliði Íslands sem lagði Holland í æfingaleik A-landsliða kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í gær.Gummu var skipt inn á völlinn á 70.
04.04.2015
Meistaraflokkur karla sigraði Þrótt nokkuð auðveldlega í síðasta leik deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og voru komnir með góða forystu í upphafi leiks.
04.04.2015
Hrafnhildi Hönnu var færð viðurkenning frá Handknattleiksdeild Selfoss í síðustu viku. Þessi frábæri íþróttamaður og fyrirmynd hefur spilað með A-landsliði Íslands nú í vetur ásamt því að vera markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna með 159 mörk í deildinni.Stjórn deildarinnar óskar Hönnu innilega til hamingju með frábæran árangur og er stolt af því að hafa svo glæsilegan fulltrúa innan sinna raða.Mynd: Hrafnhildur Hanna með viðurkenningu frá Handknattleiksdeildinni fyrir frábæran árangur í vetur.
04.04.2015
Meistaraflokkur kvenna er kominn í úrslit í Olís deildinni, þrátt fyrir tap á móti Val í síðasta deildarleik liðsins. Það var á brattan að sækja allan leikinn og leiddi Valur í hálfleik, 12-7.
04.04.2015
Laugardaginn 21. mars buðu stelpurnar í meistaraflokki í fimleikum stelpunum í meistaraflokki í knattspyrnu til sín á æfingu. Stelpurnar tóku góða upphitun, fimleikastöðvar og dönsuðu svo saman í lokin.
02.04.2015
Nú þegar lokaumferðum deildarkeppninnar í handbolta er lokið liggur fyrir hvaða liðum Selfyssingar mæta í fyrstu einvígjum úrslitakeppni Olís-deildar kvenna og umspili um laust sæti í Olís-deild karla.Selfoss hefur leik í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna gegn Gróttu mánudaginn 6.