Frábær liðsheild skilaði góðum sigri

Stelpurnar okkar heimsóttu Val á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í gær.Þrátt fyrir að Valskonur hafi skorað strax í upphafi leiks voru Selfyssingar ávallt sterkari.

Unglingalandsliðið í æfingabúðum

Þessir eitursvölu krakkar eru stödd í Svenborg í Danmörku með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum. Liðið er í æfingabúðum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi 13.-18.

Fimm verkefni hlutu styrk frá UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur kynnt úthlutun sjóðsins vegna umsókna sem bárust fyrir 1. apríl sl. Alls fengu 61 verkefni víðsvegar af landinu styrk að upphæð kr.

Ágúst og Hafþór farnir heim

Knattspyrnumennirnir Ágúst Örn Arnarson og Hafþór Mar Aðalgeirsson hafa snúið aftur til sinna félaga. Ágúst kom frá Fjölni á láni í vor og spilaði sex leiki í deildinni fyrir okkur.

Frábær þátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi

Góð skráning var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er á Selfossi í vikunni. Alls voru 36 krakkar skráð til leiks en skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára og er aðaláhersla lögð á kennslu í frjálsíþróttum.Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur, farið í bíó, tvær grillveislur, pizzuveisla og endar skólinn svo með íþróttamóti.Aðalumsjónarmenn með skólanum 2014 eru Selfyssingarnir Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir.

Kristinn Þór Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi

Helgina 12.–13. júlí fór Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Góð þátttaka var á mótinu í þokkalega veðri.  HSK/Selfoss sendi sjö keppendur til leiks sem allir stóðu sig með ágætum.

Stórgóður árangur 3. flokks á Granollers Cup

Strákarnir í 3. flokki í handbolta (fæddir 1996 og 1997) tók þátt í  sterku alþjóðlegu móti, Granollers cup, rétt utan við Barcelona á Spáni 25.-29.

Gothia Cup 2014

Strákarnir í sameiginlegum 3. flokki Selfoss, Hamars og Ægis í knattspyrnu eru að keppa á Gothia Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Á leiðinni út stoppuðu þeir í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn til að brosa framan í myndavélina.Mótið er eitt stærsta knattspyrnumót heimsins en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins eða hreinlega ná sér í smáforrit (app) mótsins.

Selfyssingar saltaðir fyrir norðan

KA og Selfoss mættust í 1. deildinni á Akureyri á föstudag og sigruðu norðanmenn með tveimur mörkum gegn engu. KA-menn skoruðu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik án þess að okkar mönnum tækist að svara fyrir sig.Selfoss hefur sigið hægt en örugglega niður töfluna í seinustu leikjum og er sem stendur í 10.

Budo Nord og Lugi júdóbúðirnar í Svíþjóð

Miðvikudaginn 28. maí fóru tíu júdókappar ásamt Þórdísi Mjöll Böðvarsdóttur fararstjóra og tveimur foreldrum á mót og æfingabúðir í Svíþjóð.