Sveitarfélagið Árborg sækir um Unglingalandsmót 2017

Á stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn verður í dag, fimmtudag mun stjórn UMFÍ taka ákvörðun um  hvar Landsmót UMFÍ 50+ árið 2016 og Unglingalandsmót UMFÍ árið 2017 verða haldin.Þrjú sveitarfélög á sambandsvæði HSK höfðu samband við stjórn HSK nokkru fyrir umsóknarfrest og sýndu áhuga á því að fá til sín mót og koma að umsókn með HSK um að halda umrædd mót.

Egill Blöndal barðist um titilinn á NM 2014

Norðurlandamótið í júdó 2014 fór fram í Finnlandi helgina 24. til 25. maí og fór stór hópur keppenda frá Íslandi á mótið.  Sendir voru 23 íslenskir keppendur í flokkum undir 18 ára, undir 21 ára, kvennaflokkum og fullorðinsflokki.Frá Selfossi fóru fjórir keppendur, Þór Davíðsson, Egill Blöndal ríkjandi Norðurlandameistari í undir 18 ára, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson. Egill Blöndal sem varð Norðurlandameistari 2013 í flokki undir 18 ára keppti nú í nýjum flokki eða undir 21 árs og var því á fyrsta ári í sínum flokki. Egill stóð sig að vanda frábærlega og barðist til úrslita í -90 kg flokki en varð að sætta sig við annað sæti á minnsta mögulega mun.Nokkuð bar á því að dómarar dæmdu með nokkuð öðrum hætti en okkar menn eru vanir og töpuðust glímur þess vegna.Þór Davíðsson var öflugur að vanda og náði góðum árangri 3.

Íslandsmót á Selfossi

Fyrsta umferðin af fimm í Íslandsmótinu í mótokross fer fram í braut Mótokrossdeildar Umf. Selfoss í Hrísmýri á laugardag. Fyrsti flokkur verður ræstur kl.

Frábær sigur á Breiðabliki

Stelpurnar okkar unnu í gær frábæran sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Lokatölur urðu 2-3 eftir æsispennandi lokamínútur.Breiðablik hafði nokkra yfirburði í upphafi leiks en upp úr miðjum hálfleiknum tóku Selfyssingar öll völd á vellinum.

30. íþróttahátíð HSK í Þorlákshöfn

30. íþróttahátíð HSK verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 15:00. Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri.

Frítt á völlinn í Kópavogi í kvöld

Kvennalið Selfoss heimsækir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 19:15 í kvöld.Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er frítt inn fyrir alla, börn og fullorðna, í boði Deloitte.

Selfoss í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn

Selfoss er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Skagakonum sl. föstudag. Mörk Selfyssinga komu hvort í sínum hálfleiknum og voru það landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoruðu mörkin. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í fjórðungsúrslit í bikarnum.Ítarleg umfjöllun um bikarleikinn er á vef .Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslitum og mætir Selfoss ÍBV á JÁVERK-vellinum föstudaginn 27.

Öruggur sigur á Tindastóli

Í gær unnu strákarnir okkar öruggan 3-0 sigur á Tindastóli í 1. deildinni. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi enda fór svo að öll mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum.

240 hlupu í Grýlupottahlaupinu

Verðlaunahátíð Grýlupottahlaupsins fór fram sl. laugardag í glampandi sólskini og hita. Það voru 240 hlauparar sem hlupu í ár og þar af hlupu 101 fjögur hlaup eða fleiri.Allir sem hlupu a.m.k.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn er í Tíbrá

Vegna breytinga í Vallaskóla verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn í Tíbrá fyrstu dagana en færist svo í Iðu.