Heimsókn á handboltaæfingu

Á sunnudaginn komu tveir gestir á handboltaæfingar og töluðu við krakkana. Voru það höfundar "Frá byrjanda til landsliðsmanns", þeir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson, sem mættu og kynntu kennsludiskinn sinn.

Evrópumótsfarar Selfoss hlutu styrk úr Verkefnasjóði HSK

Á jólasýningunni var Evrópumótsförum fimleikadeildar Selfoss úthlutaður styrkur úr Verkefnasjóði HSK. Þau hlutu hvert um sig styrk að upphæð 17.500 kr.

Hrafnhildur Hanna og Ægir fimleikamenn ársins 2012

Á jólasýningu fimleikadeildarinnar hefur skapast sú hefð að útnefna fimleikakonu ársins. Nú var bætt um betur og einnig útnefndur fimleikakarl ársins.

Áttatíu manns tóku beltaprófi í Iðu um helgina

Beltapróf hjá taekwondodeild Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsinu Iðu síðastliðinn laugardag. Á próflista voru um 80 manns frá Selfossi, Stokkseyri og Hellu.

Húsfyllir á öllum sýningum fimleikadeildar

Laugardaginn 8. desember sl. var hin árlega jólasýning fimleikadeildar Selfoss. Í ár var sett upp sýning byggð á sögunni um Galdrakarlinn í OZ.

Sigur og tap í 4. flokki

Bæði liðin í 4. flokki léku gegn ÍBV fyrr á sunnudag og voru leikirnir mjög ólíkir. Í 97 vann Selfoss 14 marka sigur 39-25 en í 98 vann ÍBV 20-29Eldra liðið (97) tapaði sínum fyrsta leik um seinustu helgi og svöruðu því á hárréttan hátt.

Tap hjá Selfoss-2

Selfoss-2 mætti ÍBV í 2. deild 3. flokk karla í dag. Leikurinn var ekki góður af hálfu Selfyssinga í fyrri hálfleik og fór svo að lokum að Eyjamenn unnu 9 marka sigur.ÍBV komst í 0-3 og var Selfoss í raun aldrei í neinum séns í fyrri hálfleik.

Þrír leikir gegn ÍBV

Í yngri flokkunum leikur Selfoss þrjá leiki gegn ÍBV um helgina í Vallaskóla. Allir leikirnir fara fram á morgun, sunnudag, og er um að gera fyrir fólk að mæta og kíkja á ungviðið okkar leika.Sunnudagur:13:00: Selfoss - ÍBV (4.

Selfoss með slæmt tap gegn Stjörnunni.

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í kvöld og sótti Stjörnuna heim. Heimenn tóku forystuna 3-2 eftir 5 mínútur. Selfyssingar tóku þá góðan kipp næstu 10 mínúturnar og komust yfir 6-7.

Flottur sigur hjá 3. flokki

Á miðvikudaginn mætti Selfoss liði Aftureldingar í 3. flokki karla. Selfyssingar eru á uppleið þessa dagana og unnu sannfærandi sigur 30-18 sigur.Fyrir leikinn var Afturelding með 4 sigra í 6 leikjum.