Hanna spilar áfram með Selfoss

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður Olís deildarinnar var í Noregi við æfingar fyrir jól. Í viðtali við handboltavefinn  sagði hún frá ferðinni og framtíðinni.Við viðtalið má bæta að Hanna fékk strax í kjölfarið gott tilboð frá norsku liði sem vildi að hún kæmi strax út núna um áramótin.

Guðmunda Brynja og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, eru íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014. Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar var haldin í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 30.

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Selfyssingar unnu sveitakeppni HSK

Árleg sveitakeppni HSK í skák fór fram í Selinu á Selfossi miðvikudagskvöldið 17. desember. Löng hefð er fyrir þessari keppni og leggja aðildarfélög alla jafna nokkuð á sig til að taka þátt.  Í ár voru það sex sveitir sem tefldu fram keppendum.

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12.

Nýárskveðja frá Ungmennafélagi Selfoss

Stjórnir og starfsfólk Ungmennafélags Selfoss senda Selfyssingum öllum nær og fjær hugheilar óskir um farsæld á nýju ári og þakka samstarfið á liðnu ári.Við hlökkum til komandi árs og þeirra tækifæri sem það ber í skauti sér.