Jafntefli við Gróttu í Lengjubikarnum

Selfyssingar gerðu jafntefli við Gróttu í fyrsta leik sínum í A-deild Lengjubikarsins á laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni.Það var Magnús Ingi Einarsson sem kom Selfyssingum yfir í leiknum en Jón Björgvin Kristjánsson jafnaði fyrir Gróttu þegar korter var eftir af leiknum og þar við sat.Næsti leikur okkar manna er sunnudaginn 22.

Stórglæsilegur árangur á MÍ 11-14 ára

Lið HSK/Selfoss vann um helgina stórsigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Liðið fékk í heildina 808,08 stig en FH varð í öðru sæti með 420 stig.

Frábær árangur á Íslandsmótinu í hópfimleikum

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fór fram í Versölum í Kópavogi um seinustu helgi.Í 1. flokki kvenna var spennandi keppni sex félaga en lið Selfyssinga, sem samanstendur af stúlkum á aldrinum 13-16 ára, nældi sér í bronsverðlaun.Lið Selfoss í 2.

Nettómótið í hópfimleikum

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum laugardaginn 14. mars 2015. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Baulu sem er íþróttahús Sunnulækjarskóla á Selfossi.Keppt verður eftir 5.

Sæmundur Runólfsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri UMFÍ

Stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og framkvæmdastjóri félagsins, Sæmundur Runólfsson, hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sæmundur lætur af störfum þann 30.

Þriðji flokkur kvenna í Höllina

Það var ekki bara meistaraflokkur kvenna sem gerði góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þriðja flokkur kvenna sigraði KA/Þór í undanúrslitum í bikar með einu marki 20-21, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 11-12.

Stórsigur á Akureyri

Selfoss gerði góða ferð norður um helgina þegar stelpurnar unnu KA/Þór örugglega í Olís deildinni. Selfoss byrjaði leikinn vel, náði strax forystu og hélt henni allan leikinn.

Tap í Grafarvoginum

Meistaraflokkur karla fór stigalaus heim úr Grafarvoginum á föstudaginn þegar þeir töpuðu á móti Fjölni 25-18. Gestgjafarnir náðu forystu strax í upphafi leiks og héldu henni allt til enda.

Silfur eftir harða keppni í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga

Keppni lauk í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga í gær.  Selfyssingar tefldu fram tveimur liðum í þeim flokki.  Annað liðið keppti í A-deild og átti þar í harðri keppni við lið Stjörnunnar sem hafði betur og uppskáru okkar stúlkur silfur.

Fyrsti titillinn í hús á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum

Selfossstúlkur í 4.flokki A-deild gerðu sér lítið fyrir og nældu sér í Íslandsmeistaratitil.  Þær gerðu svakalega gott og öruggt mót og voru efstar á öllum áhöldum.