17.03.2021
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 24. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Frjálsíþróttadeild Umf.
10.03.2021
Um helgina var Meistaramót Íslands hjá 11-14 ára í frjálsum íþróttum í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög góður árangur náðist á mótinu hjá krökkunum sem öll voru að bæta sinn árangur mjög mikið.
03.03.2021
Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.
26.02.2021
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram laugardaginn 20. febrúar. Mikil eftirvænting var hjá keppendum að fá loks að keppa eftir langt hlé.Selfoss átti níu keppendur í fimmtarþraut 15 ára og yngri en þá er keppt í 60 m grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki og 800 m hlaupi, í þessari röð.Hjá stelpunum varð Ísold Assa (14 ára) í þriðja sæti með 2.445 stig, bestan árangur í einstaka grein náði hún í hástökki með 1,60 m.
07.02.2021
Eva María Baldursdóttir, UMF Selfoss, sigraði stórglæsilega á Reykjavikurleikunum í hástökki en frjálsíþróttahluti keppninnar fór fram 7.febrúar. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta árangur innanhúss um 2 cm þegar hún sveif yfir 1.78m.
09.12.2020
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor og aftur í haust en í bæði skiptin var ákveðið að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19.
Aðalfundur Umf.
08.12.2020
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir vann óvæntasta afrek ársins 2020 hjá íslensku frjálsíþróttafólki 19 ára og yngri.Á hástökksmóti Selfoss stökk hún yfir 1,81 metra og bætti um leið stúlknamet 16-17 ára.
19.11.2020
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.
16.11.2020
Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.
11.11.2020
Helgi S. Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss og varaformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), skrifar grein um áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttahreyfinguna í nýjasta tölublað Dagskrárinnar.Á tímum sem þessum, þegar Covid-19, heldur öllu í heljargreipum, er nauðsynlegt að allir hugsi vel um sig og sína.