Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.

Æfingar hjá Unni Dóru með U17

Unnur Dóra Bergsdóttir leikmaður Selfoss í knattspyrnu var valin landsliðsæfingar U17 kvenna sem fram fara 8. - 10. janúar 2016. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Tveir Selfyssingar íþróttamenn ársins

Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu 30. desenber sl. þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Þrettándagleði á Selfossi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta þrettándagleði á Selfossi fram að helgi. Veðrið hefur ekki unnið með okkur eins og vonast var til og því var þessi ákvörðun tekin.Sem fyrr hvetjum við fólk til að fylgjast með tilkynningum um nýja tímasetningu á heimasíðu og .

Jólastemning hjá yngstu iðkendunum

Öðruvísi æfing var haldin hjá yngsta frjálsíþróttafólkinu í jólamánuðinum. Stillt var upp í Tarzan-leik og öllum að óvörum mættu nokkrir jólasveinar úr Ingólfsfjalli í Tarzanleikinn og tóku allir vel á því.

Glæsilegar glímur á júdómóti HSK

Þriðjudaginn 5. janúar 2016 var haldið júdómót HSK í flokki fullorðinna. Mótið var haldið í íþróttasalnum í gamla Sandvíkurskólanum.

Guggusund - Ný námskeið hefjast 14. janúar

Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 14. janúar og föstudaginn 15. janúar.Eftirfarandi hópar eru í boði: - Ungbarnasund fyrir 0-2 ára - Barnasund fyrir 2-4 ára - Sundnámskeið fyrir 4-6 ára - Sundskóli fyrir börn fædd 2010 og eldriSkráning á og í síma 848-1626Guðbjörg H.

Guðmundur Árni færist nær EM

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson er í 21 manna landsliðshópi sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi til undirbúnings fyrir EM 2016 sem fram fer í Póllandi.

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði miðvikudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Handknattleiksdeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

Handknattleiksdeild Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem 18. desember síðastliðinn.Viðurkenningin var afhent í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í hálfleik stórleiks Selfoss og Mílunnir í 1.