Fréttabréf UMFÍ

Selfoss áfram í átta liða úrslit bikarsins

Meistaraflokkur karla tryggði sig áfram í átta liða úrslit Coca Cola bikar karla eftir 13 marka sigur á Þór Akureyri norðan heiða nú í kvöld, 29-36.Selfyssingar komust fljótt yfir í leiknum og alveg ljóst í hvað stefndi, staðan í hálfleik 9-20.

Selfoss vann stigakeppnina með yfirburðum

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember sl. Keppt var í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna 14 ára og yngri. Þrjú félög sendu keppendur til leiks.

Sigur í hörkuleik gegn Fram

Selfyssingar unnu Fram í Hleðsluhöllinni í kvöld með sex mörkum, 30-24.Selfoss hafði yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleik en Framarar náðu að jafna í stöðunni 7-7 og héldu jöfnum leik um miðbik fyrri hálfleiks, Selfyssingar sigu aftur fram úr og voru komnir með tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15.

Jafntefli gegn Gróttu á Nesinu

Stelpurnar gerðu jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnanesinu í dag, 22-22.Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 13-13.

Dagný snýr aftur á Selfoss

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.Dagný kemur til Selfoss frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Vélaverkstæði Þóris styður áfram við bakið á handboltanum

Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning, fyrirtækið verður því áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.

Íslandsbanki aðalstyrkaraðili fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.

Skellur gegn Haukum

Selfoss fékk skell í Hafnarfirðinum í kvöld er þeir mættu Haukum og töpuðu þeir með sjö mörkum, 36-29.Leikurinn var nokkuð jafn framan af en á 19.

Jafntefli eftir kaflaskiptan leik

Stelpurnar gerðu í kvöld jafntefli við FH í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni.  Lokatölur í Hleðsluhöllinni voru 18-18FH stelpur voru sprækari í upphafi og náðu frumkvæðinu og að byggja upp ágætt forskot með Ragnheiði Tómasdóttur fremsta í flokki.  Þær leiddu 4-10 eftir 18 mínútna leik.  Selfyssingar settu þá í gír, lokuðu í vörninni og skoruðu síðustu 7 mörk hálfleiksins.  Staðan í hálfleik 11-10.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að leika eins og þær sem valdið hafa og voru komnar með fjögurra marka forystu á 13.