Eva María með silfur á NM

 Eva María Baldursdóttir náði þeim frábæra árangri að krækja sér í silfurverðlaun í hástökki á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum undir 20 ára aldri sem fram fór í Noregi helgina 17.-18.ágúst sl.

Ragnarsmótið hefst í dag

Í dag hefst hið árlega Ragnarsmót í handbolta á Selfossi, eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi sem nú er haldið í 29. skiptið.

Æfingabúðir til Helsinge

31. júlí síðastliðinn fóru 35 iðkendur og 5 þjálfarar frá fimleikadeild Selfoss til Helsinge í Danmörku. Þar eyddu þau viku í alþjóðlegum æfingabúðum, þar sem kennarar frá Danmörku sáu um skipulag og allt utanumhald.

Opið fyrir skráningu í litla íþróttaskólann

Við erum búin að opna fyrir skráningu í íþróttaskólann. Við byrjum sunnudaginn 8. september og námskeiðið verður 12 vikur. Umsjón verður í höndum Berglindar Elíasdóttur íþrótta - og heilsufræðings og Ingu Sjafnar Sverrisdóttur sjúkraþjálfara.

Fimleikadeild Selfoss gerir samning við Lyfju

Á dögunum skrifuðu Vilborg Halldórsdóttir, lyfsali Lyfju á Selfossi, og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss, undir samstarfssamning.

Brúarhlaup Selfoss 2019

Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 10. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.

Fréttabréf UMFÍ - Unglingalandsmót 2019

Guðni framlengir við Selfoss

Guðni Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn áfram á Selfossi og hefur framlengt við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.Guðni er uppalinn hér á Selfossi en hann lék í nokkur ár með ÍBV þar sem hann vann Íslands- og bikarmeistaratitil áður en hann tók eitt tímabil á Seltjarnarnesinu með Gróttu, hann gekk síðan aftur til liðs við Selfoss haustið 2016.

Ísland í 5. sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

U-17 ára landslið Íslands lauk leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Azerbaijan í dag þegar þeir sigruðu Slóveníu í leik um 5.

Bergrós framlengir við Selfoss

Varnarmaðurinn Bergrós Ásgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út tímabilið 2020. Bergrós hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum en hún er 22 ára gömul og hefur spilað 92 meistaraflokksleiki fyrir félagið frá árinu 2013. Bergrós stundar nám við Arkansas háskóla í Little Rock í Bandaríkjunum og spilar með liði skólans í háskólaboltanum en hefur síðustu sumur komið til Íslands til þess að leika knattspyrnu með uppeldisfélagi sínu. „Við erum gríðarlega ánægð með að Bergrós framlengi sinn samning við félagið.