Fréttir

Einar Ottó sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram 27. febrúar. Á fundinum var Einar Ottó Antonsson sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Góður árangur á afmælismóti JSÍ

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum var haldið laugardaginn 9. febrúar. Keppendur á mótinu voru um áttatíu frá öllum klúbbum landsins þar af sautján frá Selfossi.

Aðalfundur júdódeildar 2019

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 18:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er þetta annað árið í röð sem þau hljóta þennan heiður. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í kvöld í félagsheimilinu Tíbrá en þetta er jafnframt annað árið sem félagið heldur sérstaka verðlaunahátíð fyrir íþróttafólk ársins.Perla Ruth er lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni.

Þremur milljónum úthlutað til afreksíþróttafólks

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 27.

Góð þátttaka á HSK-mótinu

Þann 8. desember sl. var HSK-mót fyrir 11 ára og yngri í júdó haldið í Sandvíkursalnum. Keppt var í aldursflokkum og var keppendum einnig skipt í þyngdarflokka.

Æfingar hafnar eftir áramót

Æfingar í júdo eru hafnar að nýju eftir áramót og eru allir velkomnir að prófa að æfa júdó frítt í tvær vikur.

Perla Ruth og Elvar Örn íþróttafólk Árborgar 2018

Þau Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru kosin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar árið 2018, annað árið í röð. Kjörinu var lýst á verðlaunahátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal FSu í gærkvöldi.

Silfur til Selfyssinga í sveitakeppninni

Selfyssingar urðu í öðru sæti í sveitakeppni karla í júdó árið 2018 en keppnin fór fram um helgina í umsjón Júdofélags Reykjavíkur að þessu sinni.Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 43.

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.