Vésteinn sæmdur gullmerki Umf. Selfoss

Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson hefur fylgt Ungmennafélagi Selfoss frá fæðingu. Fyrst sem iðkandi, þjálfari og fyrirmynd íþróttafólks en síðar sem ráðgjafi og lærifaðir þjálfara hjá félaginu.Það er ekki heiglum hent að klófesta Véstein, sem búsettur er í Svíþjóð og alltaf með mörg járn í eldinum.

Sigurliðið sigraði Softballmótið

Sigurliðið sigraði Softballmót Selfoss sem haldið var laugardaginn s.l. Þetta var annað árið sem mótið var haldið og heppnaðist það mjög vel.

Gyða Dögg mótorhjóla- og snjósleðakona ársins

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands útnefndi Gyðu Dögg Heiðarsdóttur mótorhjóla- og snjósleðakonu ársins 2018. Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf.

Góð þátttaka á HSK-mótinu

Þann 8. desember sl. var HSK-mót fyrir 11 ára og yngri í júdó haldið í Sandvíkursalnum. Keppt var í aldursflokkum og var keppendum einnig skipt í þyngdarflokka.

Héraðsmót | Keppendur frá fjórum félögum

HSK-mótið í taekwondo var haldið í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla 9. desember sl. Keppt var í þremur greinum á mótinu, í formi, bardaga og þrautabraut.Mótið fór mjög vel fram og kepptu keppendur frá fjórum aðildarfélögum HSK á mótinu.

Fréttabréf UMFÍ

Skráning í íþróttaskólann hafin

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.

Fimm Selfyssingar á HM

Ljóst er að fimm Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.

Skellur fyrir norðan

Stelpurnar gerðu töpuðu gegn KA/Þór fyrir norðan í kvöld, 33-22.Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrri hálfleik, þegar 10 mínútur voru eftir af honum náðu norðanstúlkur að byggja upp forskot á stelpurnar okkar og var staðan 16-10 þegar flautað var til hálfleiks.  Í síðari hálfleik áttu okkar stelpur erfitt uppdráttar og náðu aldrei að ógna forustu KA/Þór af nokkurri alvöru og lyktaði leiknum með 11 marka tapi.  Selfoss er því áfram í botnsætinu með 4 stig eftir 11 umferðir.Mörk Selfoss:  Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á   og  Leikskýrslu má sjá Í næsta leik Selfoss í Olísdeild kvenna tökum við á móti Valsstúlkum í Hleðsluhöllinni eftir 10 daga, föstudaginn 18 janúar kl.

Olísdeild kvenna af stað eftir jólafrí

Nú fer Olísdeildin að rúlla aftur eftir um 7 vikna landsleikja- og jólafrí, en síðustu leikir voru um miðjan nóvember s.l. Ekki gekk þetta nógu vel hjá stelpunum fyrir áramót og eru þær núna í 8.